Bólusetning gegn alnæmi er möguleg 22. júlí 2007 00:01 Alnæmi er afar útbreitt í Afríku og smitast börn oft mjög snemma. Margrét segir að með því að búa til bóluefni megi koma í veg fyrir að börn smitist með móðurmjólkinni. Nordicphotos / getty Niðurstaða úr sextán ára rannsóknarvinnu veirufræðingsins Margrétar Guðnadóttur bendir til þess að hægt sé að bólusetja fólk gegn HIV-veirunni og koma þannig í veg fyrir að það veikist af alnæmi. Margrét hefur unnið að því undanfarin sextán ár að búa til bóluefni gegn visnu- og mæðiveikiveiru í sauðkindum, síðast á Kýpur, og hefur náð allt að 50 prósenta árangri. Veiran er í sama flokki og HIV-veiran og telur Margrét að þetta gefi ótvírætt til kynna að unnt sé að þróa bóluefni gegn HIV. „Ég held að ég þori alveg að fullyrða það eftir að vera búin að puða með þetta bóluefni í 16 ár.“ Engum hefur áður tekist að bólusetja gegn veirum úr þessum flokki. „Ég veit að mér hefur tekist að bólusetja kindur við mæðuveikinni. Það er greinilega það mikill munur á bólusettum og óbólusettum kindum í sömu hjörðinni í þessari tilraun að ég er alveg viss um að bóluefnið virkaði til varnar.“ Árangurinn er þó ekki hundrað prósent, og segir Margrét eðlilegt að ekki allir séu móttækilegir fyrir bólusetningu. Margrét Guðnadóttir Margrét notaði dautt bóluefni við rannsóknina. „Ég drap veiruna bara eins og farið er með mænusóttarveiru, inflúensuveiru og lifrarbólgu A. Þetta eru þekktar aðferðir.“ Hún segir menn hafa verið hrædda við að prófa þetta á eyðniveiruna. „Vandinn er sá að maður veit aldrei fullkomlega hvenær síðasta veiran er dauð og svo á að bera þetta í fólk. Það fældi menn dálítið frá þessari aðferð.“ „Eiginlega öll bóluefnisgerðin gegn eyðninni hefur gengið út á það að nota erfðatækni,“ segir Margrét. „Það hefur ekki náðst almennileg mótefnismyndun úr því. En með því að leika svolítið trikk á visnuveiruna fékk ég fína svörun.“ Margrét segist sérstaklega spennt fyrir þeim möguleika að hægt sé að koma í veg fyrir að börn smitist af HIV með móðurmjólkinni. Tilraunir hennar leiddu í ljós að bólusett lömb áttu miklum mun síður á hættu en óbólusett að smitast af mæðuveiki á spena hjá sýktum ám. „Það er þetta sem kemur mér til að taka þátt í svona. Þetta var eitthvað sem ég átti ekki von á,“ segir hún. Hún hefur hug á að halda rannsóknum sínum áfram og snúa sér að eyðniveirunni, en segir aldurinn standa sér fyrir þrifum. „Ég þyrfti að lifa til 120 ára aldurs ef ég ætlaði að ljúka því. En mig dauðlangar að komast eitthvert þar sem ég get komið þessu í gagnið,“ segir hún og telur að þrjú til fimm ár taki að sjá hvort árangur getur hlotist af. Ekki sé þó hægt að stunda rannsóknir á svo varasamri veiru í lélegri rannsóknarstofu á Íslandi. Margrét er nú að leggja lokahönd á grein um niðurstöðurnar sem hún hyggst reyna að fá birta í erlendum fagtímaritum. Vísindi Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Niðurstaða úr sextán ára rannsóknarvinnu veirufræðingsins Margrétar Guðnadóttur bendir til þess að hægt sé að bólusetja fólk gegn HIV-veirunni og koma þannig í veg fyrir að það veikist af alnæmi. Margrét hefur unnið að því undanfarin sextán ár að búa til bóluefni gegn visnu- og mæðiveikiveiru í sauðkindum, síðast á Kýpur, og hefur náð allt að 50 prósenta árangri. Veiran er í sama flokki og HIV-veiran og telur Margrét að þetta gefi ótvírætt til kynna að unnt sé að þróa bóluefni gegn HIV. „Ég held að ég þori alveg að fullyrða það eftir að vera búin að puða með þetta bóluefni í 16 ár.“ Engum hefur áður tekist að bólusetja gegn veirum úr þessum flokki. „Ég veit að mér hefur tekist að bólusetja kindur við mæðuveikinni. Það er greinilega það mikill munur á bólusettum og óbólusettum kindum í sömu hjörðinni í þessari tilraun að ég er alveg viss um að bóluefnið virkaði til varnar.“ Árangurinn er þó ekki hundrað prósent, og segir Margrét eðlilegt að ekki allir séu móttækilegir fyrir bólusetningu. Margrét Guðnadóttir Margrét notaði dautt bóluefni við rannsóknina. „Ég drap veiruna bara eins og farið er með mænusóttarveiru, inflúensuveiru og lifrarbólgu A. Þetta eru þekktar aðferðir.“ Hún segir menn hafa verið hrædda við að prófa þetta á eyðniveiruna. „Vandinn er sá að maður veit aldrei fullkomlega hvenær síðasta veiran er dauð og svo á að bera þetta í fólk. Það fældi menn dálítið frá þessari aðferð.“ „Eiginlega öll bóluefnisgerðin gegn eyðninni hefur gengið út á það að nota erfðatækni,“ segir Margrét. „Það hefur ekki náðst almennileg mótefnismyndun úr því. En með því að leika svolítið trikk á visnuveiruna fékk ég fína svörun.“ Margrét segist sérstaklega spennt fyrir þeim möguleika að hægt sé að koma í veg fyrir að börn smitist af HIV með móðurmjólkinni. Tilraunir hennar leiddu í ljós að bólusett lömb áttu miklum mun síður á hættu en óbólusett að smitast af mæðuveiki á spena hjá sýktum ám. „Það er þetta sem kemur mér til að taka þátt í svona. Þetta var eitthvað sem ég átti ekki von á,“ segir hún. Hún hefur hug á að halda rannsóknum sínum áfram og snúa sér að eyðniveirunni, en segir aldurinn standa sér fyrir þrifum. „Ég þyrfti að lifa til 120 ára aldurs ef ég ætlaði að ljúka því. En mig dauðlangar að komast eitthvert þar sem ég get komið þessu í gagnið,“ segir hún og telur að þrjú til fimm ár taki að sjá hvort árangur getur hlotist af. Ekki sé þó hægt að stunda rannsóknir á svo varasamri veiru í lélegri rannsóknarstofu á Íslandi. Margrét er nú að leggja lokahönd á grein um niðurstöðurnar sem hún hyggst reyna að fá birta í erlendum fagtímaritum.
Vísindi Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira