Greindarvísitala eldri systkina mælist hærri en þeirra yngri 9. júlí 2007 08:00 Fimmburar þurfa líklega ekki að hafa jafn miklar áhyggjur af gáfnamun og önnur systkini miðað við rannsóknina. MYND/AP Barn sem elst upp sem elsta systkinið í hópnum er líklegra til að vera með hærri greindarvísitölu heldur en systkini sín samkvæmt norskri rannsókn. Elstu systkini og börn sem hafa misst eldri systkin og því alin upp sem elstu systkin fengu almennt hærri einkunn á gáfnaprófi sem vísindamenn lögðu fyrir meira en 250.000 norska karlkyns hermenn. Greint var frá niðurstöðum rannsóknarinnar í hinu virta vísindatímariti Science. Stuðningsmenn kenningarinnar um að elsta systkini sé gáfaðast vísa oft í þá mögulegu orsök að það fái óskiptari athygli foreldra frá fæðingu. Aðrir halda því fram að líffræðileg orsök liggi að baki sem komi fram á fósturstigi vegna þess að með hverri óléttu sem fylgi í kjölfar fyrri óléttu framleiði móðirin meira af mótefni sem geti ráðist á heila fóstursins. Petter Kristensen, prófessor við stofnun hefur eftirlit með heilbrigði á vinnustöðum í Noregi, og Tor Bjerkedal, hjá læknisþjónustu norska hersins, sögðu að þótt munur á gáfum hafi ekki mælst mikill á milli systkina hafi hann verið marktækur. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu einnig til að munurinn stafaði af félagslegum þáttum frekar en líffræðilegum. Því til stuðnings sýndu systkini, sem voru þriðju í röðinni en misstu elsta systkinið sitt mjög ung, svipað gáfnastig og „upprunaleg" næstelstu systkini. „Við fundum út að það er félagsleg staða systkinis og ekki líffræðileg staða sem skiptir máli," sagði Kristensen. Frank Sulloway, sem starfar við persónuleika- og félagsfræðirannsóknir við Kaliforníuháskóla, hefur rannsakað hvernig uppeldi hefur áhrif á persónuleika og gáfnafar. Hann telur að hærri greindarvísitala hjá elstu systkinum skýrist að hluta til af því að þau kenna og leiðbeina yngri systkinum sínum. „Og þar að auki þá getur tilhneiging elstu systkina til að vera staðgengill foreldris og að taka að sér að vera samviskusama, agaða og þroskaða systkinið einnig útskýrt af hverju elstu systkini hafa hærri greindarvísitölu." Vísindi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Barn sem elst upp sem elsta systkinið í hópnum er líklegra til að vera með hærri greindarvísitölu heldur en systkini sín samkvæmt norskri rannsókn. Elstu systkini og börn sem hafa misst eldri systkin og því alin upp sem elstu systkin fengu almennt hærri einkunn á gáfnaprófi sem vísindamenn lögðu fyrir meira en 250.000 norska karlkyns hermenn. Greint var frá niðurstöðum rannsóknarinnar í hinu virta vísindatímariti Science. Stuðningsmenn kenningarinnar um að elsta systkini sé gáfaðast vísa oft í þá mögulegu orsök að það fái óskiptari athygli foreldra frá fæðingu. Aðrir halda því fram að líffræðileg orsök liggi að baki sem komi fram á fósturstigi vegna þess að með hverri óléttu sem fylgi í kjölfar fyrri óléttu framleiði móðirin meira af mótefni sem geti ráðist á heila fóstursins. Petter Kristensen, prófessor við stofnun hefur eftirlit með heilbrigði á vinnustöðum í Noregi, og Tor Bjerkedal, hjá læknisþjónustu norska hersins, sögðu að þótt munur á gáfum hafi ekki mælst mikill á milli systkina hafi hann verið marktækur. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu einnig til að munurinn stafaði af félagslegum þáttum frekar en líffræðilegum. Því til stuðnings sýndu systkini, sem voru þriðju í röðinni en misstu elsta systkinið sitt mjög ung, svipað gáfnastig og „upprunaleg" næstelstu systkini. „Við fundum út að það er félagsleg staða systkinis og ekki líffræðileg staða sem skiptir máli," sagði Kristensen. Frank Sulloway, sem starfar við persónuleika- og félagsfræðirannsóknir við Kaliforníuháskóla, hefur rannsakað hvernig uppeldi hefur áhrif á persónuleika og gáfnafar. Hann telur að hærri greindarvísitala hjá elstu systkinum skýrist að hluta til af því að þau kenna og leiðbeina yngri systkinum sínum. „Og þar að auki þá getur tilhneiging elstu systkina til að vera staðgengill foreldris og að taka að sér að vera samviskusama, agaða og þroskaða systkinið einnig útskýrt af hverju elstu systkini hafa hærri greindarvísitölu."
Vísindi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira