Samfylking og Evrópuvextir Ögmundur Jónasson skrifar 9. júlí 2007 06:00 Sannast sagna kom mér á óvart sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lækka lánshlutfall lána Íbúðalánasjóðs úr 90% í 80%. Eins og margir vita eru aðrar sperrur fyrir lántöku úr sjóðnum en lánshlutfallið eitt, einnig brunabótamat að viðbættu lóðarverði. Lánið má ekki vera hærra en þessu nemur. Hátt fasteignaverð og einnig þessi skilyrði valda því að fáir eiga kost á hámarkslánum úr Íbúðalánasjóði. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar nú veldur því hins vegar að þeir sem eru að reyna að festa kaup á ódýrum íbúðum verða fyrir verulegri skerðingu. Kaupandi sem fengið hefur 90% lán frá Íbúðalanasjóði til kaupa á 15 milljón króna íbúð hefur átt rétt á 13,5 milljón króna láni en fær eftir breytinguna 12 milljónir króna. Skerðingin nemur 1,5 milljónum króna! Félagsmálaráðherra segir að með þessum ráðstöfunum sé verið að senda skilaboð út í þjóðfélagið og að bönkunum beri að taka þau skilaboð alvarlega. Það ætla bankarnir að gera. Sama dag og félagsmálaráðherra sendi skilaboð sín út í þjóðfélagið var bankaforstjóri nokkur mættur í sjónvarp að fagna ákvörðun ríkisstjórnarinnar og lýsa því jafnframt yfir að bankinn myndi hækka vexti sína fljótlega. Ríkisstjórnin er með þessari aðgerð sinni að takmarka aðgang að því lánsfé sem ber lægstu vextina og jafnframt knýja fram hærri vexti. Þetta er eflaust skýrt með því að lánsfé á hagstæðum kjörum þrýsti íbúðaverði upp. Það er hins vegar mikil einföldun. Á forsíðu Fréttablaðsins sl. föstudag sagði að húsnæðisverð færi nú snarhækkandi í „álbæjum“. Hvers vegna hækkar íbúðaverð meira þar en á Suðureyri og Raufarhöfn? Lánskjörin eru þau sömu á öllum stöðum. Skýringin er þensla og væntingar á markaði, ekki lágir vextir enda eru lægstu vextir á Íslandi okurvextir og ekki á bætandi því fólk er að kikna undan því sem fyrir er. En hvað með lágu „Evrópuvextina“ sem Samfylkingunni hefur orði svo tíðrætt um? Eru þeir þá ekki stórhættulegir fyrst skilaboðin eru á þann veg að herða beri á okrinu? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sannast sagna kom mér á óvart sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að lækka lánshlutfall lána Íbúðalánasjóðs úr 90% í 80%. Eins og margir vita eru aðrar sperrur fyrir lántöku úr sjóðnum en lánshlutfallið eitt, einnig brunabótamat að viðbættu lóðarverði. Lánið má ekki vera hærra en þessu nemur. Hátt fasteignaverð og einnig þessi skilyrði valda því að fáir eiga kost á hámarkslánum úr Íbúðalánasjóði. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar nú veldur því hins vegar að þeir sem eru að reyna að festa kaup á ódýrum íbúðum verða fyrir verulegri skerðingu. Kaupandi sem fengið hefur 90% lán frá Íbúðalanasjóði til kaupa á 15 milljón króna íbúð hefur átt rétt á 13,5 milljón króna láni en fær eftir breytinguna 12 milljónir króna. Skerðingin nemur 1,5 milljónum króna! Félagsmálaráðherra segir að með þessum ráðstöfunum sé verið að senda skilaboð út í þjóðfélagið og að bönkunum beri að taka þau skilaboð alvarlega. Það ætla bankarnir að gera. Sama dag og félagsmálaráðherra sendi skilaboð sín út í þjóðfélagið var bankaforstjóri nokkur mættur í sjónvarp að fagna ákvörðun ríkisstjórnarinnar og lýsa því jafnframt yfir að bankinn myndi hækka vexti sína fljótlega. Ríkisstjórnin er með þessari aðgerð sinni að takmarka aðgang að því lánsfé sem ber lægstu vextina og jafnframt knýja fram hærri vexti. Þetta er eflaust skýrt með því að lánsfé á hagstæðum kjörum þrýsti íbúðaverði upp. Það er hins vegar mikil einföldun. Á forsíðu Fréttablaðsins sl. föstudag sagði að húsnæðisverð færi nú snarhækkandi í „álbæjum“. Hvers vegna hækkar íbúðaverð meira þar en á Suðureyri og Raufarhöfn? Lánskjörin eru þau sömu á öllum stöðum. Skýringin er þensla og væntingar á markaði, ekki lágir vextir enda eru lægstu vextir á Íslandi okurvextir og ekki á bætandi því fólk er að kikna undan því sem fyrir er. En hvað með lágu „Evrópuvextina“ sem Samfylkingunni hefur orði svo tíðrætt um? Eru þeir þá ekki stórhættulegir fyrst skilaboðin eru á þann veg að herða beri á okrinu? Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar