NimbleGen vex innan Roche 4. júlí 2007 06:00 Manfred Baier og Stan Rose. Svissneski lyfjarisinn Roche ætlar að kaupa bandaríska líftæknifyrirtækið NimbleGen Systems, sem meðal annars er með rannsóknastofur í Grafarholtinu. Kaupverð nemur tæpum sautján milljörðum króna. Þeir Baier og Rose eru hæstánægðir með viðskiptin, sem reiknað er með að gangi í gegn síðar á árinu. MYND/Rósa Skrifað hefur verið undir samning að svissneska lyfjafyrirtækið Roche kaupi allt hlutafé bandaríska líftæknifyrirtækisins NimbleGen Systems. Kaupverð nemur 272,5 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 16,9 milljörðum íslenskra króna. Skrifað verður undir kaupsamning að undangengnu samþykki fjármála- og samkeppnisyfirvalda í Bandaríkjunum, sem stefnt er að því að gangi í gegn á þriðja eða fjórða ársfjórðungi. NimbleGen Systems var stofnað í Madison í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum árið 1999 og er þar með höfuðstöðvar sínar. Starfsmenn eru 140 talsins hér, í Bandaríkjunum, Þýskalandi og á söluskrifstofum í öðrum löndum. NimbleGen hefur starfrækt rannsóknastofur hér á landi síðastliðin fimm ár en 40 manns vinna hjá fyrirtækinu. Til samanburðar er Roche, sem er með höfuðstöðvar í Basel í Sviss, gríðarstórt með um 70.000 starfsmenn víða um heim. Engar breytingar eru fyrirhugaðar að rekstrinum að öðru leyti en því að starfsemin verður samþætt og dreifikerfi samnýtt. Miklu frekar er horft til þess að vegur NimbleGen vaxi innan Roche, sem er stórfyrirtæki á heimsvísu og leiðandi á sínu sviði um áraraðir. Þeir Stan Rose, forstjóri forstjóri og stofnandi NimbleGen, og Manfred Baier, yfirmaður Roche Applied Science hjá Roche, eru hæstánægðir með viðskiptin. Baier segir kaup á NimbleGen góðan kost og samlegðuáhrif mikil. Framleiðsla Roche og NimbleGen skarist ekki heldur bæti fyrirtækin hvort annað upp. Þannig verði áfram sjónum áfram beint að þróun DNA-örflögutækni til genarannsókna undir merkjum NimbleGen. Tæki fyrirtækisins hafi skapað sér nafn og sé notað víða, meðal annars er notað hjá Íslenskri erfðagreiningu. Fyrirtækið hefur sömuleiðis unnið að því í samstarfi við aðra að greina hvort hægt verði að fá betri mynd af því sem gerist þegar heilbrigðar frumur þróast í krabbameinsfrumur. Fyrirtækið muni halda öllum einkennum sínum sem NimbleGen þrátt fyrir að það verði eftir viðskiptin í eigu Roche. Ekki hafi hinsvegar ákveðið hvort breyting verði gerð á nafni fyrirtækisins. „Þetta verður góð viðbót við vöruflokka Roche," segir hann. Stan Rose bætir því við að með kaupunum opnist NimbleGen dyr að stærri markaði og betri dreifingarleiðum. „Margir læknar víða um heim nota bæði vörur frá Roche og okkur. Þegar við setjum dreifikerfin saman skapast góð samlegðaráhrif," segir hann. Baier bendir á að aðstæður séu mjög góðar hér á landi til að starfrækja líftæknifyrirtæki og því standi engan veginn til að leggja fyrirtækið niður á Íslandi. „Við sjáum mikla samkeppni í þessum geira hér. Að sama skapi er starfsfólkið mjög hæft og því er það fremur markmið okkar að stækka frekar hérna," segir hann. Baier segir líftæknigeirann hafi þróast mikið og hafi sameinað fyrirtæki upp á mikið að bjóða. Viðskiptavinir þeirra eru af öllum toga, læknar og fyrirtæki, sem svo Íslenska erfðagreiningu, sem Roche hefur átt gott samstarf við frá fyrstu árum fyrirtækisins.Mikill vöxtur líftæknigeiransHann segir líftæknigeirann hafa vaxið mikið undanfarin ár. Roche hafi vaxið samhliða öðrum fyrirtækjum í líftækni, bæði með því að þróun á eigin vörum og með þjónustu við önnur líftæknifyrirtæki. Hluti vaxtar líftæknigeirans eru fyrirtækjakaup og samrunar. Roche er þar engin undantekning en fyrirtækið hefur staðið í talsverðum fyrirtækjakaupum, þar af fjórum í maímánuði einum saman auk þess sem nýverið hafi verið lýst yfir áhuga á því að kaupa eitt fyrirtæki til viðbótar á næstunni. Og þá eru kaupin á NimbleGen ótalin. „Við gerum ráð fyrir miklum samlegðuáhrifum á fyrirtækjakaupunum, á bilinu tíu til tuttugu prósent," segir Baier.Rose bendir á að vaxtarbrodda megi víða finna, jafnvel víðar en á rannsóknastofum þar sem genamengi mannsins er allajafna til skoðunar. Hann minnist þess að eitt sinn hafi sýni borist inn á borð fyrirtækisins frá Sádí-Arabíu. Þar hafi verið á ferðinni lífsýni úr úlfalda og var eftir því leitað hvernig hægt væri að kynbæta úlfaldana. „Greining á úlföldum skiptir miklu máli í Sádí-Arabíu enda eru þeir vinsælir til veðreiða. Þar er vöxtur," segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Skrifað hefur verið undir samning að svissneska lyfjafyrirtækið Roche kaupi allt hlutafé bandaríska líftæknifyrirtækisins NimbleGen Systems. Kaupverð nemur 272,5 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 16,9 milljörðum íslenskra króna. Skrifað verður undir kaupsamning að undangengnu samþykki fjármála- og samkeppnisyfirvalda í Bandaríkjunum, sem stefnt er að því að gangi í gegn á þriðja eða fjórða ársfjórðungi. NimbleGen Systems var stofnað í Madison í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum árið 1999 og er þar með höfuðstöðvar sínar. Starfsmenn eru 140 talsins hér, í Bandaríkjunum, Þýskalandi og á söluskrifstofum í öðrum löndum. NimbleGen hefur starfrækt rannsóknastofur hér á landi síðastliðin fimm ár en 40 manns vinna hjá fyrirtækinu. Til samanburðar er Roche, sem er með höfuðstöðvar í Basel í Sviss, gríðarstórt með um 70.000 starfsmenn víða um heim. Engar breytingar eru fyrirhugaðar að rekstrinum að öðru leyti en því að starfsemin verður samþætt og dreifikerfi samnýtt. Miklu frekar er horft til þess að vegur NimbleGen vaxi innan Roche, sem er stórfyrirtæki á heimsvísu og leiðandi á sínu sviði um áraraðir. Þeir Stan Rose, forstjóri forstjóri og stofnandi NimbleGen, og Manfred Baier, yfirmaður Roche Applied Science hjá Roche, eru hæstánægðir með viðskiptin. Baier segir kaup á NimbleGen góðan kost og samlegðuáhrif mikil. Framleiðsla Roche og NimbleGen skarist ekki heldur bæti fyrirtækin hvort annað upp. Þannig verði áfram sjónum áfram beint að þróun DNA-örflögutækni til genarannsókna undir merkjum NimbleGen. Tæki fyrirtækisins hafi skapað sér nafn og sé notað víða, meðal annars er notað hjá Íslenskri erfðagreiningu. Fyrirtækið hefur sömuleiðis unnið að því í samstarfi við aðra að greina hvort hægt verði að fá betri mynd af því sem gerist þegar heilbrigðar frumur þróast í krabbameinsfrumur. Fyrirtækið muni halda öllum einkennum sínum sem NimbleGen þrátt fyrir að það verði eftir viðskiptin í eigu Roche. Ekki hafi hinsvegar ákveðið hvort breyting verði gerð á nafni fyrirtækisins. „Þetta verður góð viðbót við vöruflokka Roche," segir hann. Stan Rose bætir því við að með kaupunum opnist NimbleGen dyr að stærri markaði og betri dreifingarleiðum. „Margir læknar víða um heim nota bæði vörur frá Roche og okkur. Þegar við setjum dreifikerfin saman skapast góð samlegðaráhrif," segir hann. Baier bendir á að aðstæður séu mjög góðar hér á landi til að starfrækja líftæknifyrirtæki og því standi engan veginn til að leggja fyrirtækið niður á Íslandi. „Við sjáum mikla samkeppni í þessum geira hér. Að sama skapi er starfsfólkið mjög hæft og því er það fremur markmið okkar að stækka frekar hérna," segir hann. Baier segir líftæknigeirann hafi þróast mikið og hafi sameinað fyrirtæki upp á mikið að bjóða. Viðskiptavinir þeirra eru af öllum toga, læknar og fyrirtæki, sem svo Íslenska erfðagreiningu, sem Roche hefur átt gott samstarf við frá fyrstu árum fyrirtækisins.Mikill vöxtur líftæknigeiransHann segir líftæknigeirann hafa vaxið mikið undanfarin ár. Roche hafi vaxið samhliða öðrum fyrirtækjum í líftækni, bæði með því að þróun á eigin vörum og með þjónustu við önnur líftæknifyrirtæki. Hluti vaxtar líftæknigeirans eru fyrirtækjakaup og samrunar. Roche er þar engin undantekning en fyrirtækið hefur staðið í talsverðum fyrirtækjakaupum, þar af fjórum í maímánuði einum saman auk þess sem nýverið hafi verið lýst yfir áhuga á því að kaupa eitt fyrirtæki til viðbótar á næstunni. Og þá eru kaupin á NimbleGen ótalin. „Við gerum ráð fyrir miklum samlegðuáhrifum á fyrirtækjakaupunum, á bilinu tíu til tuttugu prósent," segir Baier.Rose bendir á að vaxtarbrodda megi víða finna, jafnvel víðar en á rannsóknastofum þar sem genamengi mannsins er allajafna til skoðunar. Hann minnist þess að eitt sinn hafi sýni borist inn á borð fyrirtækisins frá Sádí-Arabíu. Þar hafi verið á ferðinni lífsýni úr úlfalda og var eftir því leitað hvernig hægt væri að kynbæta úlfaldana. „Greining á úlföldum skiptir miklu máli í Sádí-Arabíu enda eru þeir vinsælir til veðreiða. Þar er vöxtur," segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira