Íslendingar frekar áhættusæknir 20. júní 2007 06:30 Íslensk fjármálafyrirtæki hafa sterka ímynd í hugum neytenda. Þetta kemur fram í rannsókn Fortuna sem mælir ímyndarvísitölu fjármálafyrirtækja tvisvar sinnum á ári. Í könnuninni er farið ofan í ýmsa þætti er varða ásýnd fjármálafyrirtækja. Hallgrímur Óskarsson hjá Fortuna segir að Íslendingar skiptist í tvo hópa þegar viðhorf til fjármálafyrirtækja eru skoðuð: Áhættusæknir og áhættufælnir, en fyrrnefndi hópurinn er ögn stærri en hinn. „Þeir sem eru áhættusæknir laðast að fjármálafyrirtækjum sem hafa öfluga ímynd hvað áhættusækni og þor varðar en það hvort einstaklingur skipar þann hóp eða hinn fer frekar lítið eftir efnahag. Þeir sem eru áhættufælnir velja sér svo fjármálastofnun sem hefur þá ímynd að eyða litlum tíma í að velta fyrir sér áhættusömum leiðum til að ávaxta fé." Sterk ímynd fjármálafyrirtækja er af ýmsum ástæðum. „Ein ástæðan er sú að þetta eru fyrirtæki sem fólk hugsar mikið til á sama tíma og fjárhag er velt fyrir sér. Fólk upplifir sig gjarnan þannig að það sé mjög nátengt sínu fjármálafyrirtæki þó að samskipin séu ekkert sérstaklega náin. Í öðru lagi má segja að það sé oft nokkurs konar „ástar og haturs" samband á milli almennings og fjármálafyrirtækja því fólk upplifir sem að það hafi oft ekki marga valkosti." Sparisjóðir fá góða útkomu. „Þeir hafa skýra og augljósa styrkleikaþætti sem höfða til flestra og má þar nefna dæmi um að þeir séu metnir áhugaverðir sem fyrsti valkostur, viðmót starfsfólk er álitið þægilegra en víða annars staðar og einnig kemur skýrt í ljós að þeir eru taldir sýna viðskiptavinum sínum mestu tillitssemina," segir hann. Á móti kemur að almenningur telur að Sparisjóðirnir séu ekki endilega fyrstir með nýjungar. „Þannig má greina mjög stórt tækifæri fyrir Sparisjóðina ef horft er á niðurstöðurnar í heild því það getur verið að þeir spili of mikið inn á „hlýlega" þætti á kostnað annarra þátta." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Sjá meira
Íslensk fjármálafyrirtæki hafa sterka ímynd í hugum neytenda. Þetta kemur fram í rannsókn Fortuna sem mælir ímyndarvísitölu fjármálafyrirtækja tvisvar sinnum á ári. Í könnuninni er farið ofan í ýmsa þætti er varða ásýnd fjármálafyrirtækja. Hallgrímur Óskarsson hjá Fortuna segir að Íslendingar skiptist í tvo hópa þegar viðhorf til fjármálafyrirtækja eru skoðuð: Áhættusæknir og áhættufælnir, en fyrrnefndi hópurinn er ögn stærri en hinn. „Þeir sem eru áhættusæknir laðast að fjármálafyrirtækjum sem hafa öfluga ímynd hvað áhættusækni og þor varðar en það hvort einstaklingur skipar þann hóp eða hinn fer frekar lítið eftir efnahag. Þeir sem eru áhættufælnir velja sér svo fjármálastofnun sem hefur þá ímynd að eyða litlum tíma í að velta fyrir sér áhættusömum leiðum til að ávaxta fé." Sterk ímynd fjármálafyrirtækja er af ýmsum ástæðum. „Ein ástæðan er sú að þetta eru fyrirtæki sem fólk hugsar mikið til á sama tíma og fjárhag er velt fyrir sér. Fólk upplifir sig gjarnan þannig að það sé mjög nátengt sínu fjármálafyrirtæki þó að samskipin séu ekkert sérstaklega náin. Í öðru lagi má segja að það sé oft nokkurs konar „ástar og haturs" samband á milli almennings og fjármálafyrirtækja því fólk upplifir sem að það hafi oft ekki marga valkosti." Sparisjóðir fá góða útkomu. „Þeir hafa skýra og augljósa styrkleikaþætti sem höfða til flestra og má þar nefna dæmi um að þeir séu metnir áhugaverðir sem fyrsti valkostur, viðmót starfsfólk er álitið þægilegra en víða annars staðar og einnig kemur skýrt í ljós að þeir eru taldir sýna viðskiptavinum sínum mestu tillitssemina," segir hann. Á móti kemur að almenningur telur að Sparisjóðirnir séu ekki endilega fyrstir með nýjungar. „Þannig má greina mjög stórt tækifæri fyrir Sparisjóðina ef horft er á niðurstöðurnar í heild því það getur verið að þeir spili of mikið inn á „hlýlega" þætti á kostnað annarra þátta."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Sjá meira