Tímamót í rannsóknum 15. júní 2007 00:01 Leiðangursstjórinn Dr. Ármann Höskuldsson fer fyrir leiðangrinum við annan mann og segir verkefnið afar mikilvægt fyrir vísindalega þekkingu á heimsvísu. MYND/Valli Háskóli Íslands og Háskólinn á Hawai hafa fengið rúmlega 100 milljóna króna styrk frá vísindasjóði Bandaríkjanna (NSF) til þess að fara í könnunarleiðangur á Reykjaneshrygg. Dr. Ármann Höskuldsson frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands er annar leiðangursstjóra. Rannsóknin hefur gríðarlega mikið gildi fyrir vísindalega þekkingu á heimsvísu. Síðasta stóra rannsóknin á jarðfræði hafsbotnsins á hryggnum fór fram fyrir 40 árum. Ármann segir mikilvægi rannsóknarleiðangursins í vísindalegu samhengi mikið og í sjálfu sér sé það merkilegt að fá styrkinn. „Það eru fjölmargir sem sækja um styrki í NSF vísindasjóðinn og mun færri fá en vilja.“ Meginhluti rannsóknarinnar felst í gagnasöfnun og til verksins fékkst rannsóknarskipið Knorr. Skipið er sérhannað til jarðfræðilegra rannsókna á sjó með öllum nýjustu rannsóknartækjum sem völ er á. Skipið er 2685 brúttólestir, 85 metrar á lengd með 22 manna áhöfn. Um borð er aðstaða fyrir 32 vísindamenn og 2 tæknimenn en rannsóknateymið í þessum leiðangri telur sextán vísindamenn, þar af þrjá Íslendinga. Ármann segir að væntingar sínar séu eðlilega miklar þar sem um einstakt tækifæri er að ræða. „Síðasti alvöru leiðangurinn var gerður út árið 1970 og ég geri mér vonir um að eftir þessa ferð höfum við öðlast betri skilning á svæðinu í heild og lífríki þess. Við vonumst til að skilja betur þróun Íslands með því að rannsaka jarðsögu hafsbotnsins síðastliðnar 18 milljónir ára.“ Reykjaneshryggurinn liggur svo að segja fá Norðurpólnum til Suðurskautsins og er Ísland hæsti punktur hryggjarins. Því má ætla að upplýsingar úr þessari rannsókn geti svarað mörgum spurningum. Ármann segir mikla gloppu í upplýsingum sem til eru um landgrunnið frá Íslandi og sjávarbotn þeirra miða sem eru ein þau fengsælustu við landið. „Engar upplýsingar eru til um stór svæði á þessum miðum og því hefur það beina hagnýta þýðingu að fá upplýsingar um jarðskorpuna til að geta sagt fyrir um þróun hennar, með hugsanlegum áhrifum á lífríkið í kringum þær.“ Samfara þessu verkefni eru áætluð umfangsmikil samskipti á milli Jarðvísindastofnunar og vísindastofnana í Bandaríkjunum. Vísindi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Háskóli Íslands og Háskólinn á Hawai hafa fengið rúmlega 100 milljóna króna styrk frá vísindasjóði Bandaríkjanna (NSF) til þess að fara í könnunarleiðangur á Reykjaneshrygg. Dr. Ármann Höskuldsson frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands er annar leiðangursstjóra. Rannsóknin hefur gríðarlega mikið gildi fyrir vísindalega þekkingu á heimsvísu. Síðasta stóra rannsóknin á jarðfræði hafsbotnsins á hryggnum fór fram fyrir 40 árum. Ármann segir mikilvægi rannsóknarleiðangursins í vísindalegu samhengi mikið og í sjálfu sér sé það merkilegt að fá styrkinn. „Það eru fjölmargir sem sækja um styrki í NSF vísindasjóðinn og mun færri fá en vilja.“ Meginhluti rannsóknarinnar felst í gagnasöfnun og til verksins fékkst rannsóknarskipið Knorr. Skipið er sérhannað til jarðfræðilegra rannsókna á sjó með öllum nýjustu rannsóknartækjum sem völ er á. Skipið er 2685 brúttólestir, 85 metrar á lengd með 22 manna áhöfn. Um borð er aðstaða fyrir 32 vísindamenn og 2 tæknimenn en rannsóknateymið í þessum leiðangri telur sextán vísindamenn, þar af þrjá Íslendinga. Ármann segir að væntingar sínar séu eðlilega miklar þar sem um einstakt tækifæri er að ræða. „Síðasti alvöru leiðangurinn var gerður út árið 1970 og ég geri mér vonir um að eftir þessa ferð höfum við öðlast betri skilning á svæðinu í heild og lífríki þess. Við vonumst til að skilja betur þróun Íslands með því að rannsaka jarðsögu hafsbotnsins síðastliðnar 18 milljónir ára.“ Reykjaneshryggurinn liggur svo að segja fá Norðurpólnum til Suðurskautsins og er Ísland hæsti punktur hryggjarins. Því má ætla að upplýsingar úr þessari rannsókn geti svarað mörgum spurningum. Ármann segir mikla gloppu í upplýsingum sem til eru um landgrunnið frá Íslandi og sjávarbotn þeirra miða sem eru ein þau fengsælustu við landið. „Engar upplýsingar eru til um stór svæði á þessum miðum og því hefur það beina hagnýta þýðingu að fá upplýsingar um jarðskorpuna til að geta sagt fyrir um þróun hennar, með hugsanlegum áhrifum á lífríkið í kringum þær.“ Samfara þessu verkefni eru áætluð umfangsmikil samskipti á milli Jarðvísindastofnunar og vísindastofnana í Bandaríkjunum.
Vísindi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira