Tímamót í rannsóknum 15. júní 2007 00:01 Leiðangursstjórinn Dr. Ármann Höskuldsson fer fyrir leiðangrinum við annan mann og segir verkefnið afar mikilvægt fyrir vísindalega þekkingu á heimsvísu. MYND/Valli Háskóli Íslands og Háskólinn á Hawai hafa fengið rúmlega 100 milljóna króna styrk frá vísindasjóði Bandaríkjanna (NSF) til þess að fara í könnunarleiðangur á Reykjaneshrygg. Dr. Ármann Höskuldsson frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands er annar leiðangursstjóra. Rannsóknin hefur gríðarlega mikið gildi fyrir vísindalega þekkingu á heimsvísu. Síðasta stóra rannsóknin á jarðfræði hafsbotnsins á hryggnum fór fram fyrir 40 árum. Ármann segir mikilvægi rannsóknarleiðangursins í vísindalegu samhengi mikið og í sjálfu sér sé það merkilegt að fá styrkinn. „Það eru fjölmargir sem sækja um styrki í NSF vísindasjóðinn og mun færri fá en vilja.“ Meginhluti rannsóknarinnar felst í gagnasöfnun og til verksins fékkst rannsóknarskipið Knorr. Skipið er sérhannað til jarðfræðilegra rannsókna á sjó með öllum nýjustu rannsóknartækjum sem völ er á. Skipið er 2685 brúttólestir, 85 metrar á lengd með 22 manna áhöfn. Um borð er aðstaða fyrir 32 vísindamenn og 2 tæknimenn en rannsóknateymið í þessum leiðangri telur sextán vísindamenn, þar af þrjá Íslendinga. Ármann segir að væntingar sínar séu eðlilega miklar þar sem um einstakt tækifæri er að ræða. „Síðasti alvöru leiðangurinn var gerður út árið 1970 og ég geri mér vonir um að eftir þessa ferð höfum við öðlast betri skilning á svæðinu í heild og lífríki þess. Við vonumst til að skilja betur þróun Íslands með því að rannsaka jarðsögu hafsbotnsins síðastliðnar 18 milljónir ára.“ Reykjaneshryggurinn liggur svo að segja fá Norðurpólnum til Suðurskautsins og er Ísland hæsti punktur hryggjarins. Því má ætla að upplýsingar úr þessari rannsókn geti svarað mörgum spurningum. Ármann segir mikla gloppu í upplýsingum sem til eru um landgrunnið frá Íslandi og sjávarbotn þeirra miða sem eru ein þau fengsælustu við landið. „Engar upplýsingar eru til um stór svæði á þessum miðum og því hefur það beina hagnýta þýðingu að fá upplýsingar um jarðskorpuna til að geta sagt fyrir um þróun hennar, með hugsanlegum áhrifum á lífríkið í kringum þær.“ Samfara þessu verkefni eru áætluð umfangsmikil samskipti á milli Jarðvísindastofnunar og vísindastofnana í Bandaríkjunum. Vísindi Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Háskóli Íslands og Háskólinn á Hawai hafa fengið rúmlega 100 milljóna króna styrk frá vísindasjóði Bandaríkjanna (NSF) til þess að fara í könnunarleiðangur á Reykjaneshrygg. Dr. Ármann Höskuldsson frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands er annar leiðangursstjóra. Rannsóknin hefur gríðarlega mikið gildi fyrir vísindalega þekkingu á heimsvísu. Síðasta stóra rannsóknin á jarðfræði hafsbotnsins á hryggnum fór fram fyrir 40 árum. Ármann segir mikilvægi rannsóknarleiðangursins í vísindalegu samhengi mikið og í sjálfu sér sé það merkilegt að fá styrkinn. „Það eru fjölmargir sem sækja um styrki í NSF vísindasjóðinn og mun færri fá en vilja.“ Meginhluti rannsóknarinnar felst í gagnasöfnun og til verksins fékkst rannsóknarskipið Knorr. Skipið er sérhannað til jarðfræðilegra rannsókna á sjó með öllum nýjustu rannsóknartækjum sem völ er á. Skipið er 2685 brúttólestir, 85 metrar á lengd með 22 manna áhöfn. Um borð er aðstaða fyrir 32 vísindamenn og 2 tæknimenn en rannsóknateymið í þessum leiðangri telur sextán vísindamenn, þar af þrjá Íslendinga. Ármann segir að væntingar sínar séu eðlilega miklar þar sem um einstakt tækifæri er að ræða. „Síðasti alvöru leiðangurinn var gerður út árið 1970 og ég geri mér vonir um að eftir þessa ferð höfum við öðlast betri skilning á svæðinu í heild og lífríki þess. Við vonumst til að skilja betur þróun Íslands með því að rannsaka jarðsögu hafsbotnsins síðastliðnar 18 milljónir ára.“ Reykjaneshryggurinn liggur svo að segja fá Norðurpólnum til Suðurskautsins og er Ísland hæsti punktur hryggjarins. Því má ætla að upplýsingar úr þessari rannsókn geti svarað mörgum spurningum. Ármann segir mikla gloppu í upplýsingum sem til eru um landgrunnið frá Íslandi og sjávarbotn þeirra miða sem eru ein þau fengsælustu við landið. „Engar upplýsingar eru til um stór svæði á þessum miðum og því hefur það beina hagnýta þýðingu að fá upplýsingar um jarðskorpuna til að geta sagt fyrir um þróun hennar, með hugsanlegum áhrifum á lífríkið í kringum þær.“ Samfara þessu verkefni eru áætluð umfangsmikil samskipti á milli Jarðvísindastofnunar og vísindastofnana í Bandaríkjunum.
Vísindi Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira