Glaði samgönguráðherrann Ögmundur Jónasson skrifar 13. júní 2007 02:30 Í laugardagsútgáfu Fréttablaðsins var mjög gleðirík frétt um samgöngumál. Í fréttinni var rætt við ýmsa aðila, þar á meðal tvo afar hamingjusama ráðherra, þá Kristján Möller samgönguráðherra sem varla réð sér fyrir kæti og síðan forsætisráðherra, hæstvirtan Geir H. Haarde. Grípum niður í frásögn Fréttablaðsins:„Ég dreg ekki úr því að ég fagna áhuga allra sem vilja taka þátt í samgöngubótum á Íslandi. Því fleiri því betra," sagði Kristján Möller samgönguráðherra um orð forvera síns, Sturlu Böðvarssonar sem fagnaði áhuga Faxaflóahafna á að annast fjármögnun og byggingu Sundabrautar. Sturla taldi í mars síðastliðnum að ef samningar tækjust við fyrirtækið væri ekkert því til fyrirstöðu að framkvæmdir hæfust við fyrsta tækifæri. Undir orð hans tók Geir H. Haarde forsætisráðherra og sagði framtak fyrirtækisins lofsvert ... Kristján segir einkaframkvæmd í samgöngumálum spennandi kost: „Því að með nýsamþykktum vegalögum þarf ekki lengur að gera sérstök lög um hverja einkaframkvæmd fyrir sig".Þetta er nú aldeilis stórkostlegt. Kristján Möller getur með öðrum orðum ákveðið í samráði við einstaka verktaka að fela þeim vegaframkvæmdir, jafnvel umráð yfir vegasamgöngum án þess að spyrja kóng eða prest. Hann bara ákveður þetta. En það er ekki nóg með það. Hann getur veitt fyrirtækjum heimild til að taka síðan gjald af vegfarendum til að borga brúsann. Eða halda menn að hér séu á ferðinni góðgerðastofnanir? Það þarf eftir sem áður að greiða fyrir framkvæmdirnar og arðinn til fjárfesta. Tveir kostir eru þá í boði. Ríkið borgi framkvæmdaaðilanum beint eða láti vegfarendur greiða toll. Tekið skal fram að þessi deila stendur ekki um ágæti einkaaðila. Allar vegaframkvæmdir Vegagerðarinnar eru boðnar út. Spurningin snýst um það hvort fela eigi einkaaðilum miklu ríkari aðkomu að skattpyngju landsmanna - og peningaveski - en tíðkast hefur. Áður en samgönguráðherra kætist öllu meira má hann vita að við - vegfarendur og væntanlegir greiðendur - viljum hafa hönd í bagga þegar kemur að örlæti ráðherrans á okkar kostnað. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í laugardagsútgáfu Fréttablaðsins var mjög gleðirík frétt um samgöngumál. Í fréttinni var rætt við ýmsa aðila, þar á meðal tvo afar hamingjusama ráðherra, þá Kristján Möller samgönguráðherra sem varla réð sér fyrir kæti og síðan forsætisráðherra, hæstvirtan Geir H. Haarde. Grípum niður í frásögn Fréttablaðsins:„Ég dreg ekki úr því að ég fagna áhuga allra sem vilja taka þátt í samgöngubótum á Íslandi. Því fleiri því betra," sagði Kristján Möller samgönguráðherra um orð forvera síns, Sturlu Böðvarssonar sem fagnaði áhuga Faxaflóahafna á að annast fjármögnun og byggingu Sundabrautar. Sturla taldi í mars síðastliðnum að ef samningar tækjust við fyrirtækið væri ekkert því til fyrirstöðu að framkvæmdir hæfust við fyrsta tækifæri. Undir orð hans tók Geir H. Haarde forsætisráðherra og sagði framtak fyrirtækisins lofsvert ... Kristján segir einkaframkvæmd í samgöngumálum spennandi kost: „Því að með nýsamþykktum vegalögum þarf ekki lengur að gera sérstök lög um hverja einkaframkvæmd fyrir sig".Þetta er nú aldeilis stórkostlegt. Kristján Möller getur með öðrum orðum ákveðið í samráði við einstaka verktaka að fela þeim vegaframkvæmdir, jafnvel umráð yfir vegasamgöngum án þess að spyrja kóng eða prest. Hann bara ákveður þetta. En það er ekki nóg með það. Hann getur veitt fyrirtækjum heimild til að taka síðan gjald af vegfarendum til að borga brúsann. Eða halda menn að hér séu á ferðinni góðgerðastofnanir? Það þarf eftir sem áður að greiða fyrir framkvæmdirnar og arðinn til fjárfesta. Tveir kostir eru þá í boði. Ríkið borgi framkvæmdaaðilanum beint eða láti vegfarendur greiða toll. Tekið skal fram að þessi deila stendur ekki um ágæti einkaaðila. Allar vegaframkvæmdir Vegagerðarinnar eru boðnar út. Spurningin snýst um það hvort fela eigi einkaaðilum miklu ríkari aðkomu að skattpyngju landsmanna - og peningaveski - en tíðkast hefur. Áður en samgönguráðherra kætist öllu meira má hann vita að við - vegfarendur og væntanlegir greiðendur - viljum hafa hönd í bagga þegar kemur að örlæti ráðherrans á okkar kostnað. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun