Unity byggir upp 20 milljarða króna safn í Bretlandi 13. júní 2007 03:00 Fjárfestingarfélagið Unity Investments hefur látið til skarar skríða í bresku verslanakeðjunni Debenhams og heldur nú utan um 4,87 prósenta hlut sem metinn er á 7,7 milljarða króna. Kaupin vekja athygli fyrir þær sakir að eigendur Unity, Baugur Group, FL Group og Kevin Stanford ráða för í House of Fraser, einum helsta keppinauti Debenhams. Unity er umsvifamikill fjárfestir skráðum félögum í breska smásölugeiranum og hefur byggt upp áhrifastöður í tískuverslunarkeðjunni French Connection og verslunarkeðjunni Woolworths auk nærri þrjátíu prósenta hlutar í herrafatakeðjunni Moss Bros. Heildarvirði þessara eignarhluta auk bréfanna í Debenhams nemur um tuttugu milljörðum króna. Sérfræðingar telja að Unity horfi á að gott kauptækifæri hafi myndast í bréfum Debenhams fremur en að félagið ætli sér að ráðast til yfirtöku. Hlutabréf í Debenhams hafa fallið hratt á síðustu mánuðum, eða um rúm 22 prósent frá áramótum í kjölfar þriggja neikvæðra afkomuviðvarana. Fjárfestingasjóðir settu Debenhams aftur á hlutabréfamarkað fyrir rúmu ári síðan á genginu 195 pens á hlut. Hluturinn stóð í gær í 146 pensum. „Við trúum því að þetta sé strategísk fjárfesting þar sem er verið er að nýta sér veikleika í hlutabréfaverði," segir Richard Ratner hjá Seymour Pierce í samtali við Scotsman. Þessar fregnir komu skömmu eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna að fjárfestingargeta Baugs eins og sér væri um 75 milljarðar króna, 600 milljónir punda. Baugur ætti að þekkja vel til Debenhams sem sérleyfishafi keðjunnar á Norðurlöndum. Hagar, dótturfélag Baugs, reka Debenhams-verslun í Smáralind. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Fjárfestingarfélagið Unity Investments hefur látið til skarar skríða í bresku verslanakeðjunni Debenhams og heldur nú utan um 4,87 prósenta hlut sem metinn er á 7,7 milljarða króna. Kaupin vekja athygli fyrir þær sakir að eigendur Unity, Baugur Group, FL Group og Kevin Stanford ráða för í House of Fraser, einum helsta keppinauti Debenhams. Unity er umsvifamikill fjárfestir skráðum félögum í breska smásölugeiranum og hefur byggt upp áhrifastöður í tískuverslunarkeðjunni French Connection og verslunarkeðjunni Woolworths auk nærri þrjátíu prósenta hlutar í herrafatakeðjunni Moss Bros. Heildarvirði þessara eignarhluta auk bréfanna í Debenhams nemur um tuttugu milljörðum króna. Sérfræðingar telja að Unity horfi á að gott kauptækifæri hafi myndast í bréfum Debenhams fremur en að félagið ætli sér að ráðast til yfirtöku. Hlutabréf í Debenhams hafa fallið hratt á síðustu mánuðum, eða um rúm 22 prósent frá áramótum í kjölfar þriggja neikvæðra afkomuviðvarana. Fjárfestingasjóðir settu Debenhams aftur á hlutabréfamarkað fyrir rúmu ári síðan á genginu 195 pens á hlut. Hluturinn stóð í gær í 146 pensum. „Við trúum því að þetta sé strategísk fjárfesting þar sem er verið er að nýta sér veikleika í hlutabréfaverði," segir Richard Ratner hjá Seymour Pierce í samtali við Scotsman. Þessar fregnir komu skömmu eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna að fjárfestingargeta Baugs eins og sér væri um 75 milljarðar króna, 600 milljónir punda. Baugur ætti að þekkja vel til Debenhams sem sérleyfishafi keðjunnar á Norðurlöndum. Hagar, dótturfélag Baugs, reka Debenhams-verslun í Smáralind.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira