Peningaskápurinn... 1. júní 2007 00:01 Google til skoðunarSamkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum kannar nú hvort kaup bandaríska netfyrirtækisins Google á netauglýsingafyrirtækinu DoubleClick brjóti í bága við samkeppnislög. Google greindi frá því um miðjan apríl að samkomulagi hefði náðst um yfirtöku á DoubleClick fyrir 3,1 milljarð bandaríkjadala, jafnvirði 203,7 milljarða íslenskra króna. Þetta er langstærstu fyrirtækjakaup Google til þessa. Microsoft og fleiri fyrirtæki sem etja kappi við Google um hlutdeild á netmarkaðnum þrýstu í kjölfarið á að samkeppnisyfirvöld skoði viðskiptin enda stefni í að Google nái yfirgnæfandi stöðu á netauglýsingamarkaði. Gert er ráð fyrir að niðurstaða fáist í málið eftir tvo mánuði. Léttir hjá AirbusArabíska flugfélagið Qatar Airways skrifaði í vikunni undir samning um kaup á 80 A350 farþegaþotum frá Airbus. Heildarvirði samningsins nemur 16 milljörðum bandaríkjadala, 993,8 milljörðum íslenskra króna. Þetta er einn stærsti samningur sem Airbus hefur gert til þessa og áreiðanlega nokkur léttir fyrir frönsku flugvélasmiðina. Til merkis um mikilvægi samningsins voru ráðamenn Frakklands og Katar viðstaddir hátíðlega athöfn þegar forstjórar Airbus og Qatar Airways undirrituðu samninginn í frönsku forsetahöllinni í París á miðvikudag. Airbus hefur glímt við mikla álitshnekki í kjölfar tafa á framleiðslu A380 risaþotu fyrirtækisins sem í raun hefur reynst fyrirtækinu dragbítur. Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Google til skoðunarSamkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum kannar nú hvort kaup bandaríska netfyrirtækisins Google á netauglýsingafyrirtækinu DoubleClick brjóti í bága við samkeppnislög. Google greindi frá því um miðjan apríl að samkomulagi hefði náðst um yfirtöku á DoubleClick fyrir 3,1 milljarð bandaríkjadala, jafnvirði 203,7 milljarða íslenskra króna. Þetta er langstærstu fyrirtækjakaup Google til þessa. Microsoft og fleiri fyrirtæki sem etja kappi við Google um hlutdeild á netmarkaðnum þrýstu í kjölfarið á að samkeppnisyfirvöld skoði viðskiptin enda stefni í að Google nái yfirgnæfandi stöðu á netauglýsingamarkaði. Gert er ráð fyrir að niðurstaða fáist í málið eftir tvo mánuði. Léttir hjá AirbusArabíska flugfélagið Qatar Airways skrifaði í vikunni undir samning um kaup á 80 A350 farþegaþotum frá Airbus. Heildarvirði samningsins nemur 16 milljörðum bandaríkjadala, 993,8 milljörðum íslenskra króna. Þetta er einn stærsti samningur sem Airbus hefur gert til þessa og áreiðanlega nokkur léttir fyrir frönsku flugvélasmiðina. Til merkis um mikilvægi samningsins voru ráðamenn Frakklands og Katar viðstaddir hátíðlega athöfn þegar forstjórar Airbus og Qatar Airways undirrituðu samninginn í frönsku forsetahöllinni í París á miðvikudag. Airbus hefur glímt við mikla álitshnekki í kjölfar tafa á framleiðslu A380 risaþotu fyrirtækisins sem í raun hefur reynst fyrirtækinu dragbítur.
Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira