Kona lét lífið þegar brimskafl tók hana 20. maí 2007 00:01 Frá björgunaraðgerðum í Reynisfjöru. MYND/Þórir N. Kjartansson Bandarísk kona lést eftir að brimalda hreif hana með sér úr fjörunni vestan við Reynisfjall við Vík í Mýrdal síðdegis í gær. Konan var 74 ára. Hún var í hópi bandarískra ferðamanna sem gerði stans í Reynisfjöru til að virða fyrir sér brimið. Fólkið gætti ekki að því hversu hættulegt brimið getur verið. Lögreglan á Hvolsvelli segir mildi að dóttir konunnar, sem stóð við hlið hennar þegar atvikið átti sér stað, hafi komist undan brimskaflinum. Þrír ferðafélagar konunnar óðu út í hafið til að reyna bjarga henni en sneru aftur að landi þegar þeir fundu hve straumþunginn var mikill. Neyðarkall barst stundarfjórðung í fjögur og var allt tiltækt lið í landi kallað út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Um klukkustund síðar fundu björgunarsveitarmenn frá Vík í Mýrdal hana skammt frá landi. Hópurinn var á ferð með Kynnisferðum. Áætluð heimferð fólksins er á mánudag. Fulltrúar Rauða krossins og bandaríska sendiráðsins tóku á móti ferðafélögum konunnar þegar þeir komu til hótels síns í Reykjavík og veittu áfallahjálp. „Við tókum ákvörðun síðasta þriðjudag um að þarna yrðu sett aðvörunarskilti og björgunarhringur. Ferlið var komið í gang en því miður ekki lengra en þetta," segir Einar Bárðarson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal. Hann minnir þó á að öllum eigi að vera kunnugt um að hafið geti verið varhugavert og að ekki sé hægt að áfellast nokkra manneskju í þessu máli. „Við erum skelfingu lostin yfir þessum atburði. Leiðsögumaður okkar hafði varað hópinn við því að fara of nálægt sjónum og stóð rétt hjá. Það gat enginn átt von á svona stórri öldu," segir Sigríður Hallgrímsdóttir, starfsmaður Kynnisferða. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki hægt að áfellast neinn „Það er mjög varhugavert að áfellast leiðsögumanninn í máli eins og þessu. Ég veit það að leiðsögumaðurinn varaði fólkið við hættunni. Fólk ber svo ábyrgð á sjálfu sér. Það er ekki auðvelt að ferðast um landið okkar og því fögnum við öllum merkingum sem gætu orðið til að leiðbeina fólki,“ segir Ragnheiður Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna. 21. maí 2007 03:15 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni Sjá meira
Bandarísk kona lést eftir að brimalda hreif hana með sér úr fjörunni vestan við Reynisfjall við Vík í Mýrdal síðdegis í gær. Konan var 74 ára. Hún var í hópi bandarískra ferðamanna sem gerði stans í Reynisfjöru til að virða fyrir sér brimið. Fólkið gætti ekki að því hversu hættulegt brimið getur verið. Lögreglan á Hvolsvelli segir mildi að dóttir konunnar, sem stóð við hlið hennar þegar atvikið átti sér stað, hafi komist undan brimskaflinum. Þrír ferðafélagar konunnar óðu út í hafið til að reyna bjarga henni en sneru aftur að landi þegar þeir fundu hve straumþunginn var mikill. Neyðarkall barst stundarfjórðung í fjögur og var allt tiltækt lið í landi kallað út auk þyrlu Landhelgisgæslunnar. Um klukkustund síðar fundu björgunarsveitarmenn frá Vík í Mýrdal hana skammt frá landi. Hópurinn var á ferð með Kynnisferðum. Áætluð heimferð fólksins er á mánudag. Fulltrúar Rauða krossins og bandaríska sendiráðsins tóku á móti ferðafélögum konunnar þegar þeir komu til hótels síns í Reykjavík og veittu áfallahjálp. „Við tókum ákvörðun síðasta þriðjudag um að þarna yrðu sett aðvörunarskilti og björgunarhringur. Ferlið var komið í gang en því miður ekki lengra en þetta," segir Einar Bárðarson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal. Hann minnir þó á að öllum eigi að vera kunnugt um að hafið geti verið varhugavert og að ekki sé hægt að áfellast nokkra manneskju í þessu máli. „Við erum skelfingu lostin yfir þessum atburði. Leiðsögumaður okkar hafði varað hópinn við því að fara of nálægt sjónum og stóð rétt hjá. Það gat enginn átt von á svona stórri öldu," segir Sigríður Hallgrímsdóttir, starfsmaður Kynnisferða.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ekki hægt að áfellast neinn „Það er mjög varhugavert að áfellast leiðsögumanninn í máli eins og þessu. Ég veit það að leiðsögumaðurinn varaði fólkið við hættunni. Fólk ber svo ábyrgð á sjálfu sér. Það er ekki auðvelt að ferðast um landið okkar og því fögnum við öllum merkingum sem gætu orðið til að leiðbeina fólki,“ segir Ragnheiður Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna. 21. maí 2007 03:15 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni Sjá meira
Ekki hægt að áfellast neinn „Það er mjög varhugavert að áfellast leiðsögumanninn í máli eins og þessu. Ég veit það að leiðsögumaðurinn varaði fólkið við hættunni. Fólk ber svo ábyrgð á sjálfu sér. Það er ekki auðvelt að ferðast um landið okkar og því fögnum við öllum merkingum sem gætu orðið til að leiðbeina fólki,“ segir Ragnheiður Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna. 21. maí 2007 03:15