Listin og vísindin 12. maí 2007 00:01 Verk Ellenar Karin Mæhlum kannar undirliggjandi form og falin munstur með hjálpartækjum og aðferðum vísindamanna. Norska listakonan Ellen Karin Mæhlum hefur á undanförnum árum unnið röð verka sem hún kallar „Geoþrykk“ og opnar sýningu á þeim á vegum Íslenskrar grafíkur í dag. Upphaf vinnu Mæhlum má rekja til þess að henni var boðið að taka þátt í tveimur rannsóknarleiðangrum vísindamanna frá jarðfræðistofnun innan Háskólans í Osló á Svalbarða. Leiðangrarnir voru farnir árin 2003 og 2004. Markmið þeirra var að kanna norðlæg svæði sem hugsanlega kynnu að líkjast yfirborði Mars. Verkefnið er til undirbúnings ferðar sem verður farin til Mars árið 2009. Í leiðöngrunum tók Mæhlum ljósmyndir, gerði skissur og fylgdist með vettvangsrannsóknum líffræðinga og jarðfræðinga. Einnig fékk hún tækifæri til að nýta sér aðferðir og tæki vísindamanna, meðal annars færanlega stafræna smásjá sem hún notaði til að skoða og ljósmynda örsmáar agnir úr steinum. Einnig hafði Mæhlum aðgang að myndefni sem varð til við vísindarannsóknirnar. Þessar aðferðir opnuðu möguleika á að horfa á náttúruna með nýju móti, kanna undirliggjandi form og falin munstur, ýmist í smáheiminum eða á stærri skala. Sýning Mæhlum er gott dæmi um hvernig listir og vísindi geta myndað opið og áhugavert samtal sem leiðir inn á ný og ókönnuð svæði. Mæhlum hefur sýnt verk sín víða og eru verk eftir hana í eigu stærstu listasafna í Noregi. Verkin sem hún sýnir á Íslandi eru stór og tilkomumikil. Þau eru unnin með djúpþrykksaðferðum sem gefa kost á fjölbreyttri teikningu og ríku tónaspili. Sýningin verður opnuð kl. 15 í dag í sal félagsins Íslensk grafík, Tryggvagötu 17 – hafnarmegin. Hún stendur til 27. maí og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Vísindi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Norska listakonan Ellen Karin Mæhlum hefur á undanförnum árum unnið röð verka sem hún kallar „Geoþrykk“ og opnar sýningu á þeim á vegum Íslenskrar grafíkur í dag. Upphaf vinnu Mæhlum má rekja til þess að henni var boðið að taka þátt í tveimur rannsóknarleiðangrum vísindamanna frá jarðfræðistofnun innan Háskólans í Osló á Svalbarða. Leiðangrarnir voru farnir árin 2003 og 2004. Markmið þeirra var að kanna norðlæg svæði sem hugsanlega kynnu að líkjast yfirborði Mars. Verkefnið er til undirbúnings ferðar sem verður farin til Mars árið 2009. Í leiðöngrunum tók Mæhlum ljósmyndir, gerði skissur og fylgdist með vettvangsrannsóknum líffræðinga og jarðfræðinga. Einnig fékk hún tækifæri til að nýta sér aðferðir og tæki vísindamanna, meðal annars færanlega stafræna smásjá sem hún notaði til að skoða og ljósmynda örsmáar agnir úr steinum. Einnig hafði Mæhlum aðgang að myndefni sem varð til við vísindarannsóknirnar. Þessar aðferðir opnuðu möguleika á að horfa á náttúruna með nýju móti, kanna undirliggjandi form og falin munstur, ýmist í smáheiminum eða á stærri skala. Sýning Mæhlum er gott dæmi um hvernig listir og vísindi geta myndað opið og áhugavert samtal sem leiðir inn á ný og ókönnuð svæði. Mæhlum hefur sýnt verk sín víða og eru verk eftir hana í eigu stærstu listasafna í Noregi. Verkin sem hún sýnir á Íslandi eru stór og tilkomumikil. Þau eru unnin með djúpþrykksaðferðum sem gefa kost á fjölbreyttri teikningu og ríku tónaspili. Sýningin verður opnuð kl. 15 í dag í sal félagsins Íslensk grafík, Tryggvagötu 17 – hafnarmegin. Hún stendur til 27. maí og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18.
Vísindi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira