Mun sitja áfram með Njarðvíkingum 14. apríl 2007 00:01 Óskar Örn, knattspyrnumaður úr KR, sést hér í grænröndótta bolnum í stúkunni á fimmtudag að klappa fyrir Njarðvíkingum. MYND/anton Óskar Örn Hauksson, knattspyrnumaður úr KR, fékk að heyra það frá stuðningsmönnum KR á leik liðsins gegn Njarðvík á fimmtudag. Ástæðan er sú að Óskar Örn styður Njarðvík í körfuboltanum og situr með stuðningsmönnum þeirra á leikjum og því fékk hann nokkra söngva frá stuðningsmönnum KR. „Þetta voru engin leiðindi hjá þeim. Þetta var allt innan siðsamlegra marka og bara léttar „kyndingar“, bara gaman að því,“ sagði Óskar Örn léttur en hann mætti í grænröndóttum bol með hvítu og svörtu á völlinn. Fatavalið var meðvitað hjá knattspyrnumanninum í ljósi umræðunnar. „Ég var samt rólegri í stúkunni nú en oft áður á þessum leik.“ Óskar Örn lék lengi vel með Njarðvík í körfuboltanum og þótti mjög efnilegur á sínum tíma. Hann er nánast alinn upp í Ljónagryfjunni í Njarðvík enda hefur móðir hans unnið þar í átján ár. „Ég er harður Njarðvíkingur í körfunni og það breytist ekkert. Ég sit KR-megin á öllum körfuboltaleikjum nema gegn Njarðvík,“ sagði Óskar Örn. Félagar hans í fótboltaliðinu höfðu strítt honum fyrr um daginn með því að líma klósettpappír á skápinn hans sem á stóð „Svikari“. Allt í gamni gert og mikið hlegið þegar Óskar kom inn í búningsklefann og sá miðann. Hann er enn á skápnum. „Ég mætti svo 40 mínútum fyrir leik og strákarnir í stúkunni byrjuðu fljótlega að syngja Óskar í Njarðvík og svona. Ég hafði bara gaman af þessu þar sem þetta var ekkert rætið,“ sagði Óskar, sem var aldrei í vafa um að mæta á völlinn. „Ég hlakkaði bara til að mæta. Var ekkert stressaður. Ég vissi samt ekki alveg við hverju var að búast en átti svo sem von á einhverju. Vissi að búið var að ræða málið á netinu til að mynda. Ég mun mæta í næsta leik ef ég get mætt og sitja Njarðvíkurmegin. Þetta er bara gaman og verður það áfram,“ sagði Óskar Örn, sem hefur ekki spáð meir í fataval á næstu leikjum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Óskar Örn Hauksson, knattspyrnumaður úr KR, fékk að heyra það frá stuðningsmönnum KR á leik liðsins gegn Njarðvík á fimmtudag. Ástæðan er sú að Óskar Örn styður Njarðvík í körfuboltanum og situr með stuðningsmönnum þeirra á leikjum og því fékk hann nokkra söngva frá stuðningsmönnum KR. „Þetta voru engin leiðindi hjá þeim. Þetta var allt innan siðsamlegra marka og bara léttar „kyndingar“, bara gaman að því,“ sagði Óskar Örn léttur en hann mætti í grænröndóttum bol með hvítu og svörtu á völlinn. Fatavalið var meðvitað hjá knattspyrnumanninum í ljósi umræðunnar. „Ég var samt rólegri í stúkunni nú en oft áður á þessum leik.“ Óskar Örn lék lengi vel með Njarðvík í körfuboltanum og þótti mjög efnilegur á sínum tíma. Hann er nánast alinn upp í Ljónagryfjunni í Njarðvík enda hefur móðir hans unnið þar í átján ár. „Ég er harður Njarðvíkingur í körfunni og það breytist ekkert. Ég sit KR-megin á öllum körfuboltaleikjum nema gegn Njarðvík,“ sagði Óskar Örn. Félagar hans í fótboltaliðinu höfðu strítt honum fyrr um daginn með því að líma klósettpappír á skápinn hans sem á stóð „Svikari“. Allt í gamni gert og mikið hlegið þegar Óskar kom inn í búningsklefann og sá miðann. Hann er enn á skápnum. „Ég mætti svo 40 mínútum fyrir leik og strákarnir í stúkunni byrjuðu fljótlega að syngja Óskar í Njarðvík og svona. Ég hafði bara gaman af þessu þar sem þetta var ekkert rætið,“ sagði Óskar, sem var aldrei í vafa um að mæta á völlinn. „Ég hlakkaði bara til að mæta. Var ekkert stressaður. Ég vissi samt ekki alveg við hverju var að búast en átti svo sem von á einhverju. Vissi að búið var að ræða málið á netinu til að mynda. Ég mun mæta í næsta leik ef ég get mætt og sitja Njarðvíkurmegin. Þetta er bara gaman og verður það áfram,“ sagði Óskar Örn, sem hefur ekki spáð meir í fataval á næstu leikjum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira