Klókindaskepnan hrafninn 11. apríl 2007 00:01 Hrafninn Útsmogin klókindaskepna. Hrafnar slá öllum öðrum fuglum við í klókindum og hafa að sumu leyti greind sem sambærileg er við greind prímata. Þetta staðfesta nýjustu rannsóknir. Rannsóknir hafa staðfest að greind hrafna er viðbrugðið. Fugla-atferlisfræðingar, sem stundað hafa áralangar rannsóknir á hinum svartfiðruðu stríðnispúkum í rannsóknastöð í Austurríki og vitnað er til í grein í þýzka vikuritinu Der Spiegel, spyrja sig jafnvel til hvers þessi fugl þurfi á öllum þessum klókindum að halda. Aðrir fuglar komast vel af án mikilla vitsmuna. Eðlisávísunin segir þeim hvernig byggja á haganleg hreiður og syngja falleg lög. Fyrir vitsmunum er hins vegar, líffræðilega séð, mikið haft og auk þess eru þeir dýru verði keyptir. Sá sem getur velt hlutunum fyrir sér gerir mistök. Spurningin er: hvers vegna hefur þróunin gert hrafninn að slíkri klókindaveru? Af hverju geta hrafnar ekki líka bara treyst á eðlisávísunina til að gera hið rétta, eins og aðrir fuglar?Forritað mynstur óbrúkhæftÍslenzkir hrafnar Stríðnin þjónar greindarþroskanum. Fréttablaðið/heiðaDer Spiegel hefur eftir bandaríska hrafnarannsóknamanninum Bernd Heinrich, að „hið rétta“ sé varla til þegar hrafnar séu annars vegar. Ævi þeirra sé margslungin og lífsbaráttan flókin. Þörf hrafnsins fyrir greind rekur Heinrich til þess að úti í náttúrunni nærist hann helzt á hræjum af dýrum sem rándýr hafa fellt. Þá skipti öllu að vera á réttum stað á réttum tíma og hamstra mat eins og hægt er. Það þýðir að öllu jöfnu að rándýrið er viðstatt. Það skapi aðstæður sem geri forritað hegðunarmynstur óbrúkhæft. Refir og önnur rándýr bregðist gjarnan illa við ef aðrir nábítar vappa í kring um þá. Hrafninn þarf því að geta reiknað rándýrið út til að vita hversu langt hann getur leyft sér að ganga.Við slíkar hættuaðstæður, þar sem ekkert er fyrirsjáanlegt, dugar ekki forrituð eðlisávísun ein. Þess vegna sækja hrafnar strax í frumbernsku óstjórnlega í allt sem hægt er að gogga í og stríða. Einkum og sér í lagi eru þeir reknir áfram af löngun til að stríða hættulegum rándýrum. Í löndum þar sem eru birnir og úlfar eyða unghrafnar miklu púðri í að eltast við og reyna á þolrif slíkra dýra. Að sögn Heinrichs hrafnafræðings gera þeir þetta til að læra að reikna dýrin út; vita hve langt þau geta stokkið í einu stökki og komast að því hvar mörkin liggja hvar stríðnin verður lífshættuleg.Útsmognir í að lesa önnur dýrKrummi krunkar úti Kallar á nafna sinn. En keppist svo við að fela fyrir honum matarfenginn. Ljósmynd/Christian SchlöglFullorðnir hrafnar eru svo útsmognir í að reikna önnur dýr út, að þeim tekst að éta megnið af hræi veiðidýrs sem rándýr hefur fellt. „Hrafnar hafa fram til þessa verið stórlega vanmetnir sem hræætur,“ hefur Spiegel eftir Thomas Bugnyar við Konrad-Lorenz-rannsóknastöðina í Grünau í Austurríki. „Þeir éta ekki bara það sem verður eftir; þeir fá næstum allt.“ Það tekur þá heldur ekki langan tíma að tæta í sig jafnvel stærstu hræ.Það sem þeir éta ekki á staðnum fela þeir í nágrenninu til að sækja síðar. Sumir hrafnar sérhæfa sig jafnvel í að ræna þessa fæðufelustaði kollega sinna. Hrafnar leggja því mikið á sig er þeir fela mat og búa meðal annars til platfelustaði til að villa um fyrir öðrum hröfnum sem hyggja á að ræna fengnum.Mesta úrvinnsluminniðstinga saman nefjum Sérstaklega unghrafnar eru félagsverur og mynda með sér bandalög. Ljósmynd/Christian SchlöglKristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, hefur stundað rannsóknir á hröfnum á Íslandi. Hann staðfestir að hrafnar séu „þeir fuglar sem hafa mesta úrvinnsluminnið og þetta sem við köllum greind“. Margar rannsóknir sem hafa verið gerðar á þessum fuglahópum hnígi að því sama, að hrafnar og skyldar tegundir séu greindastar, ásamt páfagaukum. Þetta komi að hluta til af því að þeir þurfa að geyma og fela mat.Kristinn segir það ekki skrýtið að hrafnar gegni eins miklu hlutverki og raun ber vitni í þjóðtrú og goðsögnum í hinum ýmsu menningarheimum. „Menn hafa greinilega tekið eftir þessu í þúsundir ára, að hrafnar séu klókari en aðrir fuglar og þannig hafa þessar sögur orðið til,“ segir Kristinn. Auk hinna þekktu sagna um hrafna í norrænni goðafræði og íslenzkri þjóðtrú megi nefna að hrafninn var ásamt erni og háhyrningi eitt þriggja helgustu dýranna í trú margra indíána í Vesturheimi.Um 15.000 hrafnar að haustiKristinn Haukur SkarphéðinssonUm íslenzka hrafnastofninn segir Kristinn að litlar rannsóknir hafi verið gerðar á honum nýlega. Síðasta stofnstærðarmat hafi verið gert árið 1990, en þá hafi mönnum talizt til að á landinu væru um 15.000 hrafnar að hausti. Kristinn bendir á að þúsundir hrafna séu drepnir hérlendis á hverju ári, flestir skotnir. „Skráð veiði hefur minnkað mikið, hvort sem það er mælikvarði á minnkandi stofn eða ekki, við vitum það ekki,“ segir Kristinn.Hann segir hrafninn hins vegar verða æ meira áberandi í borginni á veturna. Eftir því sem hann fái bezt séð sé hann nú að verða spakari en hann var á árum áður. „Maður kemst oft í meira návígi við þá og maður sér þá vel þegar þeir eru að glíma við eitthvað,“ segir Kristinn. Þannig hafi menn meiri tækifæri til að virða atferli þeirra fyrir sér en kannski oft áður. Eina svæðið þar sem nákvæm rannsókn hefur verið gerð á varpi hrafna á síðustu árum segir Kristinn vera Þingeyjarsýslur þar sem kollegi hans á Náttúrufræðistofnun, Ólafur Karl Nielsen, hafi rannsakað varpið.Nðurstöður þeirrar rannsóknar sýndu að á þessu svæði hafi hröfnum farið sífækkandi á síðustu 25 árum; að jafnaði um tvö prósent á ári. Rannsókn sem gerð var á níunda áratugnum, þar sem um 500 hrafnar voru merktir, leiddi í ljós að hrafnar ferðast heilmikið milli landshluta. Þótt flestir haldi sig að mestu nærri uppeldisstöðvum sínum hafi nokkur dæmi fundizt um að fuglar flygju landshornanna á milli. Enginn færi þó til útlanda. Ekkert benti til þess að samgangur væri milli hrafna hér á landi og í næstu grannlöndunum, í Færeyjum og á Grænlandi. Vísindi Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Erlent Tala látinna hækkar í fimmtán Erlent Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Innlent Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Sjá meira
Hrafnar slá öllum öðrum fuglum við í klókindum og hafa að sumu leyti greind sem sambærileg er við greind prímata. Þetta staðfesta nýjustu rannsóknir. Rannsóknir hafa staðfest að greind hrafna er viðbrugðið. Fugla-atferlisfræðingar, sem stundað hafa áralangar rannsóknir á hinum svartfiðruðu stríðnispúkum í rannsóknastöð í Austurríki og vitnað er til í grein í þýzka vikuritinu Der Spiegel, spyrja sig jafnvel til hvers þessi fugl þurfi á öllum þessum klókindum að halda. Aðrir fuglar komast vel af án mikilla vitsmuna. Eðlisávísunin segir þeim hvernig byggja á haganleg hreiður og syngja falleg lög. Fyrir vitsmunum er hins vegar, líffræðilega séð, mikið haft og auk þess eru þeir dýru verði keyptir. Sá sem getur velt hlutunum fyrir sér gerir mistök. Spurningin er: hvers vegna hefur þróunin gert hrafninn að slíkri klókindaveru? Af hverju geta hrafnar ekki líka bara treyst á eðlisávísunina til að gera hið rétta, eins og aðrir fuglar?Forritað mynstur óbrúkhæftÍslenzkir hrafnar Stríðnin þjónar greindarþroskanum. Fréttablaðið/heiðaDer Spiegel hefur eftir bandaríska hrafnarannsóknamanninum Bernd Heinrich, að „hið rétta“ sé varla til þegar hrafnar séu annars vegar. Ævi þeirra sé margslungin og lífsbaráttan flókin. Þörf hrafnsins fyrir greind rekur Heinrich til þess að úti í náttúrunni nærist hann helzt á hræjum af dýrum sem rándýr hafa fellt. Þá skipti öllu að vera á réttum stað á réttum tíma og hamstra mat eins og hægt er. Það þýðir að öllu jöfnu að rándýrið er viðstatt. Það skapi aðstæður sem geri forritað hegðunarmynstur óbrúkhæft. Refir og önnur rándýr bregðist gjarnan illa við ef aðrir nábítar vappa í kring um þá. Hrafninn þarf því að geta reiknað rándýrið út til að vita hversu langt hann getur leyft sér að ganga.Við slíkar hættuaðstæður, þar sem ekkert er fyrirsjáanlegt, dugar ekki forrituð eðlisávísun ein. Þess vegna sækja hrafnar strax í frumbernsku óstjórnlega í allt sem hægt er að gogga í og stríða. Einkum og sér í lagi eru þeir reknir áfram af löngun til að stríða hættulegum rándýrum. Í löndum þar sem eru birnir og úlfar eyða unghrafnar miklu púðri í að eltast við og reyna á þolrif slíkra dýra. Að sögn Heinrichs hrafnafræðings gera þeir þetta til að læra að reikna dýrin út; vita hve langt þau geta stokkið í einu stökki og komast að því hvar mörkin liggja hvar stríðnin verður lífshættuleg.Útsmognir í að lesa önnur dýrKrummi krunkar úti Kallar á nafna sinn. En keppist svo við að fela fyrir honum matarfenginn. Ljósmynd/Christian SchlöglFullorðnir hrafnar eru svo útsmognir í að reikna önnur dýr út, að þeim tekst að éta megnið af hræi veiðidýrs sem rándýr hefur fellt. „Hrafnar hafa fram til þessa verið stórlega vanmetnir sem hræætur,“ hefur Spiegel eftir Thomas Bugnyar við Konrad-Lorenz-rannsóknastöðina í Grünau í Austurríki. „Þeir éta ekki bara það sem verður eftir; þeir fá næstum allt.“ Það tekur þá heldur ekki langan tíma að tæta í sig jafnvel stærstu hræ.Það sem þeir éta ekki á staðnum fela þeir í nágrenninu til að sækja síðar. Sumir hrafnar sérhæfa sig jafnvel í að ræna þessa fæðufelustaði kollega sinna. Hrafnar leggja því mikið á sig er þeir fela mat og búa meðal annars til platfelustaði til að villa um fyrir öðrum hröfnum sem hyggja á að ræna fengnum.Mesta úrvinnsluminniðstinga saman nefjum Sérstaklega unghrafnar eru félagsverur og mynda með sér bandalög. Ljósmynd/Christian SchlöglKristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, hefur stundað rannsóknir á hröfnum á Íslandi. Hann staðfestir að hrafnar séu „þeir fuglar sem hafa mesta úrvinnsluminnið og þetta sem við köllum greind“. Margar rannsóknir sem hafa verið gerðar á þessum fuglahópum hnígi að því sama, að hrafnar og skyldar tegundir séu greindastar, ásamt páfagaukum. Þetta komi að hluta til af því að þeir þurfa að geyma og fela mat.Kristinn segir það ekki skrýtið að hrafnar gegni eins miklu hlutverki og raun ber vitni í þjóðtrú og goðsögnum í hinum ýmsu menningarheimum. „Menn hafa greinilega tekið eftir þessu í þúsundir ára, að hrafnar séu klókari en aðrir fuglar og þannig hafa þessar sögur orðið til,“ segir Kristinn. Auk hinna þekktu sagna um hrafna í norrænni goðafræði og íslenzkri þjóðtrú megi nefna að hrafninn var ásamt erni og háhyrningi eitt þriggja helgustu dýranna í trú margra indíána í Vesturheimi.Um 15.000 hrafnar að haustiKristinn Haukur SkarphéðinssonUm íslenzka hrafnastofninn segir Kristinn að litlar rannsóknir hafi verið gerðar á honum nýlega. Síðasta stofnstærðarmat hafi verið gert árið 1990, en þá hafi mönnum talizt til að á landinu væru um 15.000 hrafnar að hausti. Kristinn bendir á að þúsundir hrafna séu drepnir hérlendis á hverju ári, flestir skotnir. „Skráð veiði hefur minnkað mikið, hvort sem það er mælikvarði á minnkandi stofn eða ekki, við vitum það ekki,“ segir Kristinn.Hann segir hrafninn hins vegar verða æ meira áberandi í borginni á veturna. Eftir því sem hann fái bezt séð sé hann nú að verða spakari en hann var á árum áður. „Maður kemst oft í meira návígi við þá og maður sér þá vel þegar þeir eru að glíma við eitthvað,“ segir Kristinn. Þannig hafi menn meiri tækifæri til að virða atferli þeirra fyrir sér en kannski oft áður. Eina svæðið þar sem nákvæm rannsókn hefur verið gerð á varpi hrafna á síðustu árum segir Kristinn vera Þingeyjarsýslur þar sem kollegi hans á Náttúrufræðistofnun, Ólafur Karl Nielsen, hafi rannsakað varpið.Nðurstöður þeirrar rannsóknar sýndu að á þessu svæði hafi hröfnum farið sífækkandi á síðustu 25 árum; að jafnaði um tvö prósent á ári. Rannsókn sem gerð var á níunda áratugnum, þar sem um 500 hrafnar voru merktir, leiddi í ljós að hrafnar ferðast heilmikið milli landshluta. Þótt flestir haldi sig að mestu nærri uppeldisstöðvum sínum hafi nokkur dæmi fundizt um að fuglar flygju landshornanna á milli. Enginn færi þó til útlanda. Ekkert benti til þess að samgangur væri milli hrafna hér á landi og í næstu grannlöndunum, í Færeyjum og á Grænlandi.
Vísindi Mest lesið Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Erlent Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Erlent Tala látinna hækkar í fimmtán Erlent Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Innlent Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Innlent Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Hlaut stungusár í brjósthol en ekki lengur á gjörgæslu Stunguárás, fálkaorður og ískalt nýársbað Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Sjá meira