Viðskipti innlent

Kjarrhólmi eignast 37 prósent í TM

Tryggingamiðstöðin.
Tryggingamiðstöðin.

Kjarrhólmi hefur keypt alla eignarhluti Fjárfestingarfélagsins Grettis og Landsbankans í TM, alls 35,37 prósent. Kjarrhólmi eignaðist til viðbótar 2,2 prósenta hlut og fer því með 37,57 prósenta hlut í tryggingafélaginu.

Nam kaupverð allra bréfanna tæpum 19,4 milljörðum króna.

Stærstu eigendur Kjarrhólma eru Sund, sem Jón Kristjánsson fer fyrir, og FL Group, sem fara hvorir með sinn 45 prósenta hlutinn en félög í eigu fjárfestanna Magnúsar Ármanns og Þorsteins M. Jónssonar eiga restina.

Kjarrhólmi greiddi fyrir hlut Grettis í TM með 49 prósenta hlut Sunds í Gretti en með reiðufé fyrir bréf Landsbankans.

Eignir Grettis liggja því nú í rótgrónum rekstrarfélögum, annars vegar í Hf. Einskipafélaginu og hins vegar Icelandic Group, auk eigin bréfa. Eignarhald á Gretti verður einnig skýrara því eftir söluna er félagið að langstærstum hluta í eigu Björgólfs Guðmundssonar, stjórnarformanns Landsbankans.

Eyjafjölskyldan svokallaða er enn þá stærsti hluthafinn í TM með 42 prósenta hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×