Deila um aðkomu SA að kosningabaráttu 27. mars 2007 06:45 Kosið verður um deiliskipulagstillögu Hafnarfjarðarbæjar en í henni felst meðal annars að stækkunaráform Alcan í Straumsvík nái fram að ganga. Álverið verður þá með 460 þúsund tonna framleiðslugetu en hún er 180 þúsund tonn nú. tölvumynd/alexander efanov Kristín Pétursdóttir, hagfræðingur og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Singer & Friedlander bankans í London, segir Samtök atvinnulífsins beita sér af of miklum mætti fyrir stækkun álvers Alcan í Straumsvík á kostnað annarra fyrirtækja. „Mér finnst það ómálefnalegt og í raun með ólíkindum að SA, sem eru samtök allra atvinnuvega á Íslandi, skuli mæla með því að ráðist verði í virkjanaframkvæmdir og frekari uppbyggingu stóriðju með tilheyrandi ruðningsáhrifum sem hafa ótvíræð slæm áhrif fyrir önnur útflutningsfyrirtæki í landinu, þar eru meðal annars hátækni- og vaxtafyrirtæki." Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir SA fyrst og fremst beita sér fyrir því að staðreyndir verði lagðar á borðið og málið rætt út frá þeim. „Við höfum lagt mat á afleidd áhrif þess ef af stækkun álversins verður og það er okkar mat að hún leiði af sér fjölda nýrra starfa og skapi þar með mikilvæg verðmæti. Við höfum einbeitt okkur að því að afla upplýsinga og leggja þær á borðið svo hægt sé að ræða um þessi málefni með skynsömum hætti. Þetta virðist vera mikið tilfinningamál fyrir suma en ég tel að það sé skynsamlegast að reyna að stuðla að upplýstri umræðu um þessi mál og það er það sem við höfum verið að gera, bæði með faglegri upplýsingaöflun og umræðufundum." Hannes G. Sigurðsson segir kosningarnar ólíklegar til þess að skapa sátt. MYND/GVA Hannes segir kosningar eins og þær sem fara fram í Hafnarfirði ekki vera til þess fallnar að skapa sátt. „Ég hygg að þetta sé í fyrsta skipti í sögunni sem íbúar í sveitarfélagi greiða atkvæði um stækkun fyrirtækis. Með þessum hætti er verið að koma fyrirtæki í aðstæður sem það hefur ekki lent í áður, það er að fara út í kosningabaráttu um framtíðaráform sín. Fyrirtækið getur ekkert annað gert en að taka þátt í baráttunni og ég efast um að þessi kosning verði til þess að sætta ólík sjónarmið í þessu máli, hver sem niðurstaðan verður." Kristín segir kosningarnar snúast um stórar spurningar og hver og einn verði að gera upp við sig hvernig hann vill svara. „Stóru spurningarnar eru þær hvort við viljum halda áfram á þeirri vegferð að niðurgreiða raforku til erlendra álframleiðanda í stað þess að efla íslensk útflutningsfyrirtæki. Það er alveg ljóst að Landsvirkjun er rekin með óviðunandi arðsemi og það þýðir, þegar öllu er á botninn hvolft, að íslenskir skattborgarar eru að niðurgreiða rafmagn til þessarar stóriðju." Álverskosningar Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Kristín Pétursdóttir, hagfræðingur og fyrrverandi aðstoðarforstjóri Singer & Friedlander bankans í London, segir Samtök atvinnulífsins beita sér af of miklum mætti fyrir stækkun álvers Alcan í Straumsvík á kostnað annarra fyrirtækja. „Mér finnst það ómálefnalegt og í raun með ólíkindum að SA, sem eru samtök allra atvinnuvega á Íslandi, skuli mæla með því að ráðist verði í virkjanaframkvæmdir og frekari uppbyggingu stóriðju með tilheyrandi ruðningsáhrifum sem hafa ótvíræð slæm áhrif fyrir önnur útflutningsfyrirtæki í landinu, þar eru meðal annars hátækni- og vaxtafyrirtæki." Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir SA fyrst og fremst beita sér fyrir því að staðreyndir verði lagðar á borðið og málið rætt út frá þeim. „Við höfum lagt mat á afleidd áhrif þess ef af stækkun álversins verður og það er okkar mat að hún leiði af sér fjölda nýrra starfa og skapi þar með mikilvæg verðmæti. Við höfum einbeitt okkur að því að afla upplýsinga og leggja þær á borðið svo hægt sé að ræða um þessi málefni með skynsömum hætti. Þetta virðist vera mikið tilfinningamál fyrir suma en ég tel að það sé skynsamlegast að reyna að stuðla að upplýstri umræðu um þessi mál og það er það sem við höfum verið að gera, bæði með faglegri upplýsingaöflun og umræðufundum." Hannes G. Sigurðsson segir kosningarnar ólíklegar til þess að skapa sátt. MYND/GVA Hannes segir kosningar eins og þær sem fara fram í Hafnarfirði ekki vera til þess fallnar að skapa sátt. „Ég hygg að þetta sé í fyrsta skipti í sögunni sem íbúar í sveitarfélagi greiða atkvæði um stækkun fyrirtækis. Með þessum hætti er verið að koma fyrirtæki í aðstæður sem það hefur ekki lent í áður, það er að fara út í kosningabaráttu um framtíðaráform sín. Fyrirtækið getur ekkert annað gert en að taka þátt í baráttunni og ég efast um að þessi kosning verði til þess að sætta ólík sjónarmið í þessu máli, hver sem niðurstaðan verður." Kristín segir kosningarnar snúast um stórar spurningar og hver og einn verði að gera upp við sig hvernig hann vill svara. „Stóru spurningarnar eru þær hvort við viljum halda áfram á þeirri vegferð að niðurgreiða raforku til erlendra álframleiðanda í stað þess að efla íslensk útflutningsfyrirtæki. Það er alveg ljóst að Landsvirkjun er rekin með óviðunandi arðsemi og það þýðir, þegar öllu er á botninn hvolft, að íslenskir skattborgarar eru að niðurgreiða rafmagn til þessarar stóriðju."
Álverskosningar Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira