Viðskipti innlent

Langt undir spám

„Óásættanleg niðurstaða“ Ari Edwald, forstjóri 365, segir afkomu samstæðunnar á síðasta ári óásættanlega.
„Óásættanleg niðurstaða“ Ari Edwald, forstjóri 365, segir afkomu samstæðunnar á síðasta ári óásættanlega.

Fjölmiðla- og afþreyingarfélagið 365 hf. tapaði 6,9 milljörðum króna á síðasta ári. Sé einungis horft á áframhaldandi starfsemi nemur tapið 1,2 milljörðum. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta nam 1.552 milljónum króna.

Á fjórða ársfjórðungi nam tap félagsins 2.246 milljónum króna. Það er langt umfram meðaltalsspá greiningardeilda bankanna, sem hljóðaði upp á 212,5 milljóna króna tap. Sala á tímabilinu nam 3.595 milljónum króna og EBITDA-hagnaður nam 1.362 milljónum.

„Síðasta ár hefur verið tími mikilla umbreytinga hjá 365 hf. og forvera þess, Dagsbrún hf. Vinna við þessar breytingar hefur verið tímafrek og kostnaðarsöm, auk þess sem 365 hf. hefur þurft að taka á sig miklar afskriftir vegna endurmats á virði þeirra fjárfestinga sem ráðist var í, en eru utan framtíðarreksturs 365 hf,“ er haft eftir Ara Edwald, forstjóra 365, í fréttatilkynningu. „Ljóst er að rekstrarniðurstaða félagsins er óásættanleg.“

365 hf. er móðurfélag 365 miðla, sem meðal annars reka Fréttablaðið, Senu, Sagafilm og D3.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×