Alfreð Gíslason: Vinnum með góðri vörn 30. janúar 2007 00:01 Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari á von á mjög jöfnum og spennandi leik gegn Dönum í kvöld er liðin mætast í Hamborg í átta liða úrslitum á HM. Íslenska landsliðið tók létta æfingu í Colour Line höllinni í gærkvöldi eftir fjögurra tíma akstur frá Halle. Alfreð Gíslason var rólegur að sjá og hann gerir ráð fyrir jöfnum leik í kvöld. „Þetta verður hörkuleikur og vonandi skemmtilegur. Ég tel þessi lið mjög áþekk að getu og Danirnir hafa hugsanlega aðeins meiri breidd en ég get samt ekki séð á mínum mönnum að þeir séu eitthvað þreyttir." "Boldsen hjá Dönunum hefur verið að spila frábærlega á þessu móti og ég þykist nú vita að hann sé í lélegra formi en margir af okkar leikmönnum. Ég held að úrslit leiksins muni ráðast á stemningu, dagsforminu og síðan vörn og markvörslu," sagði Alfreð en Roland Eradze verður tæplega með íslenska landsliðinu en hann er með mikil útbrot á líkamanum sem eru afleiðing ofnæmis sem ekki hefur enn verið greint. „Við verðum að standa vörnina gríðarlega vel og ef við gerum það þá er ég sannfærður um að við munum vinna þennan leik," sagði Alfreð sem hefur litlar áhyggjur af meiðslunum í hópnum. „Ég hef ekkert miklar áhyggjur af stöðu mála. Það eru smáatriði hjá mörgum en helsta áhyggjuefnið á þessari stundu er Róbert en ég taldi rétt að láta mynda hann svo við værum vissir með stöðuna á honum," sagði Alfreð. „Breiddin er að aukast hjá okkur og það er jákvætt og hjálpar okkur í þessum leik gegn Dönum. Ég er bjartsýnn og er viss um að úrslit ráðist á smáatriðum." Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari á von á mjög jöfnum og spennandi leik gegn Dönum í kvöld er liðin mætast í Hamborg í átta liða úrslitum á HM. Íslenska landsliðið tók létta æfingu í Colour Line höllinni í gærkvöldi eftir fjögurra tíma akstur frá Halle. Alfreð Gíslason var rólegur að sjá og hann gerir ráð fyrir jöfnum leik í kvöld. „Þetta verður hörkuleikur og vonandi skemmtilegur. Ég tel þessi lið mjög áþekk að getu og Danirnir hafa hugsanlega aðeins meiri breidd en ég get samt ekki séð á mínum mönnum að þeir séu eitthvað þreyttir." "Boldsen hjá Dönunum hefur verið að spila frábærlega á þessu móti og ég þykist nú vita að hann sé í lélegra formi en margir af okkar leikmönnum. Ég held að úrslit leiksins muni ráðast á stemningu, dagsforminu og síðan vörn og markvörslu," sagði Alfreð en Roland Eradze verður tæplega með íslenska landsliðinu en hann er með mikil útbrot á líkamanum sem eru afleiðing ofnæmis sem ekki hefur enn verið greint. „Við verðum að standa vörnina gríðarlega vel og ef við gerum það þá er ég sannfærður um að við munum vinna þennan leik," sagði Alfreð sem hefur litlar áhyggjur af meiðslunum í hópnum. „Ég hef ekkert miklar áhyggjur af stöðu mála. Það eru smáatriði hjá mörgum en helsta áhyggjuefnið á þessari stundu er Róbert en ég taldi rétt að láta mynda hann svo við værum vissir með stöðuna á honum," sagði Alfreð. „Breiddin er að aukast hjá okkur og það er jákvætt og hjálpar okkur í þessum leik gegn Dönum. Ég er bjartsýnn og er viss um að úrslit ráðist á smáatriðum."
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sjá meira