Kaupþing í hópi vinsælustu lánþega heims 18. janúar 2007 08:14 Kaupþing. Mynd/GVA Kaupþing er talið upp með stærstu fyrirtækjum í vali fjármálafyrirtækja á bestu lántakendum heims. Bankinn er í þriðja sæti yfir bestu lántakendur í hópi fjármálafyrirtækja og í sjötta til níunda sæti yfir þá lántakendur sem staðið hafa sig hvað best. Viðskiptaritið EuroWeek stendur fyrir valinu. Kaupþing hlýtur góða einkunn í yfirferð nýútkomins tölublaðs viðskiptaritsins EuroWeek á síðasta ári og er ofarlega á blaði í vali á bestu lánþegum í hópi fyrirtækja og stofnana. Hjá Kaupþingi eru menn í sjöunda himni yfir árangrinum. Bankinn er þannig í þriðja sæti yfir bestu lánþega í flokki fjármálafyrirtækja (Best financial institution borrower) og kemur þar á eftir ING Groep sem er í öðru sæti og skoska bankanum HBOS. Þá er Kaupþing í sjötta til níunda sæti yfir þá lántakendur í heiminum sem þykja hafa staðið sig hvað best (Most impressive borrower of 2006). Þar deilir Kaupþing sætinu með Eksportfinans, General Electric Capital Corp og HBOS). Í þeim flokki trónir í efsta sæti Evrópski fjárfestingabankinn. Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, segir að þar á bæ séu menn bæði stoltir og glaðir yfir árangrinum. „EuroWeek spyr útgefendur og fjárfestingabanka hverjir þeir telji að hafi skarað fram úr, bæði sem fjárfestingabanka og einnig sem útgefendur skuldabréfa," segir hann og telur ekki lítið afrek að hafa skorað jafnhátt sem skuldabréfaútgefandi í flokki þar sem allt sé undir, hvort sem það eru þjóðríki, bankar, tryggingafélög eða annað. „Þarna er í raun allt undir, bæði landið og miðin beggja vegna Atlantshafsins og við auðvitað að keppa við banka, fyrirtæki og stofnanir sem eru margfalt stærri en við." Guðni segir erfitt að átta sig á í svipinn hverju valið kunni að skila bankanum, en ljóst sé að með þessu sé vakin athygli á góðum árangri hans á síðasta ári. „Fyrst og fremst er þetta viðurkenning á því að við höfum verið að gera rétta hluti. Við erum enda ekki síst ánægð með þetta í ljósi mótbyrsins sem bankakerfið hér varð fyrir í upphafi síðasta árs. Samt kemur þarna í ljós í kjöri meðal aðila á markaði, bæði kaupenda og seljenda, að við séum þriðji besti bankaútgefandinn og sjötti útgefandinn yfir heildina sem þykir hafa staðið sig best." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Kaupþing er talið upp með stærstu fyrirtækjum í vali fjármálafyrirtækja á bestu lántakendum heims. Bankinn er í þriðja sæti yfir bestu lántakendur í hópi fjármálafyrirtækja og í sjötta til níunda sæti yfir þá lántakendur sem staðið hafa sig hvað best. Viðskiptaritið EuroWeek stendur fyrir valinu. Kaupþing hlýtur góða einkunn í yfirferð nýútkomins tölublaðs viðskiptaritsins EuroWeek á síðasta ári og er ofarlega á blaði í vali á bestu lánþegum í hópi fyrirtækja og stofnana. Hjá Kaupþingi eru menn í sjöunda himni yfir árangrinum. Bankinn er þannig í þriðja sæti yfir bestu lánþega í flokki fjármálafyrirtækja (Best financial institution borrower) og kemur þar á eftir ING Groep sem er í öðru sæti og skoska bankanum HBOS. Þá er Kaupþing í sjötta til níunda sæti yfir þá lántakendur í heiminum sem þykja hafa staðið sig hvað best (Most impressive borrower of 2006). Þar deilir Kaupþing sætinu með Eksportfinans, General Electric Capital Corp og HBOS). Í þeim flokki trónir í efsta sæti Evrópski fjárfestingabankinn. Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, segir að þar á bæ séu menn bæði stoltir og glaðir yfir árangrinum. „EuroWeek spyr útgefendur og fjárfestingabanka hverjir þeir telji að hafi skarað fram úr, bæði sem fjárfestingabanka og einnig sem útgefendur skuldabréfa," segir hann og telur ekki lítið afrek að hafa skorað jafnhátt sem skuldabréfaútgefandi í flokki þar sem allt sé undir, hvort sem það eru þjóðríki, bankar, tryggingafélög eða annað. „Þarna er í raun allt undir, bæði landið og miðin beggja vegna Atlantshafsins og við auðvitað að keppa við banka, fyrirtæki og stofnanir sem eru margfalt stærri en við." Guðni segir erfitt að átta sig á í svipinn hverju valið kunni að skila bankanum, en ljóst sé að með þessu sé vakin athygli á góðum árangri hans á síðasta ári. „Fyrst og fremst er þetta viðurkenning á því að við höfum verið að gera rétta hluti. Við erum enda ekki síst ánægð með þetta í ljósi mótbyrsins sem bankakerfið hér varð fyrir í upphafi síðasta árs. Samt kemur þarna í ljós í kjöri meðal aðila á markaði, bæði kaupenda og seljenda, að við séum þriðji besti bankaútgefandinn og sjötti útgefandinn yfir heildina sem þykir hafa staðið sig best."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira