Erlendur viðskiptaannáll 2006 3. janúar 2007 07:00 Oleksiy Ivchenko, forstjóri Naftogaz, og Alexei Miller, forstjóri Gazfrom, takast í hendur í byrjun janúar um verð á gasi til Úkraínu. MYND/AP Breytingar á stýrivöxtum, samdráttur í rekstri fyrirtækja, vinveittar og óvinveittar yfirtökutilraunir og samruni fyrirtækja og hlutabréfamarkaða einkenndi síðasta ár. Fastlega má búast við því að fréttir síðasta árs lifi framhaldslífi langt fram á þetta ár. JanúarBen Bernanke Seðlabanki Bandaríkjanna batt enda á samfellt hækkanaferli á stýrivöxtum á árinu. Markaðurinn/AFPÁrið byrjaði ekki efnilega fyrir Úkraínumenn sem höfðu deilt um fjórföldun á gasverði frá rússneska ríkisgasfyrirtækinu Gazprom allan jólamánuðinn. Viðræður fulltrúa landanna sigldu í strand skömmu fyrir áramót og skrúfuðu Rússar fyrir gasleiðsluna til Úkraínu á nýársdag. Jarðgas sem fer um Úkraínu fer einnig til nokkurra landa í Evrópu þar sem gasskorts varð vart. Eftir að Evrópusambandið skarst í leikinn hét Alexei Miller, framkvæmdastjóri Gazprom, því að gasflutningur til Úkraínu yrði með eðlilegum hætti um miðjan mánuðinn. .Þá settu stýrivextir mark sitt á erlendar fjármálafréttir á árinu. Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivextina nokkrum sinnum þrátt fyrir fregnir um að senn lyki um tveggja ára vaxtahækkunarferli bankans en vextir á evrusvæðinu og í Bretlandi ýmist lækkuðu, stóðu í stað eða hækkuðu af ótta við að verðbólgudraugurinn léti á sér kræla. Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti sína jafnt og þétt út árið en Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, ákvað framan af ári að halda þeim óbreyttum. Ekki var einhugur um ákvörðunina í röðum meðlima í peningamálanefnd bankans.Fjárfestar í Bandaríkjunum glöddust hins vegar þegar Dow Jones hlutabréfavísitalan rauf 11.000 stiga múrinn en slíkt hafði ekki gerst í rétt rúm fimm ár. Hlutabréfavísitölur í fleiri löndum ruku í methæðir, þar á meðal í Kauphöll Íslands.Fjárfestar í Japan voru hins vegar ekki jafn glaðir þegar loka varð fyrir viðskipti í Kauphöllinni í Tókýó 20 mínútum fyrr en venja var hinn 18. janúar vegna ótta við verðhrun. Ástæðan var söluæði sem rann á fjárfesta í kauphöllinni vegna frétta af rannsókn sem fjármálayfirvöld þar í landi stóðu fyrir hjá netfyrirtækinu Livedoor.Lokun kauphallarinnar í Tókýó var söguleg stund með ákveðnum formerkjum enda hafði henni aldrei áður verið lokað fyrr en venjulega. Rannsókn á starfsemi Livedoor leiddi í ljós að stjórnendur fyrirtækisins hefðu stundað ólögleg hlutabréfaviðskipti og falsað afkomutölur tveimur árum fyrr með það fyrir augum að láta sem fyrirtækið skilaði hagnaði þegar reyndin var önnur. Takafumie Horie, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, var handtekinn nokkrum dögum síðar ásamt nokkrum af æðstu stjórnendum fyrirtækisins og standa réttarhöld í málinu enn yfir.Undir lok mánaðarins lagði stálfyrirtækið Mittal Steel, sem er í eigu indverska auðkýfingsins Lakshmi Mittals, sem samkvæmt breska blaðinu Sunday Times er ríkasti maður sem búsettur er á Bretlandseyjum, fram yfirtökutilboð í franska stálfyrirtækið Arcelor. Tilboðið hljóðaði upp á jafnvirði 2.200 milljarða íslenskra króna. Hluthafar Arcelor voru hins vegar mótfallnir tilboðinu og var Mittal Steel að betrumbæta boðið talsvert áður en yfir lauk.„Það er óábyrgt að velta vöngum yfir því hvort ég ætli að segja af mér eða ekki þar sem við höfum ekki áttað okkur almennilega á stöðunni.“ Takafumi Horie, fyrrum forstjóri Livedoor. 18. janúar 2006.FebrúarRisagjöf Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett ákvað að veita sjóði Bills og Melindu Gates jafnvirði 2.100 milljarða króna af eignum sínum. Markaðurinn/AFPAnnað fyrirtæki þar sem stjórnendur höfðu falsað afkomutölur var öðru hverju í fréttum á árinu allt fram á haust. Fyrirtækið hét Enron en réttarhöld hófust í Houston í Texas yfir æðstu stjórnendum þessa fyrrum bandaríska orkusölurisa, sem varð gjaldþrota árið 2001.Nokkrar af helstu lykilpersónum í málinu voru Kenneth Lay, stofnandi og fyrrum forstjóri fyrirtækisins, Jeffrey Skilling, fyrrum yfirframkvæmdastjóri orkurisans og Andrew Fastow, fyrrum fjármálastjóri þess, en þeir voru ásamt öðrum sakaðir um stórfelld fjársvik og fölsun afkomutalna til að láta sem fyrirtækið sýndi hagnað í stað taps.Þegar orkusölurisinn var úrskurðaður gjaldþrota árið 2001 misstu 21.000 manns vinnuna auk þess sem í ljós kom skuldahali upp á 21.000 milljarða íslenskra króna sem gerir gjaldþrotið eitt af þeim stærri í sögunni. Réttarhöldin drógust fram eftir ári en úrskurður um sekt í málinu féll ekki fyrr en um mitt ár.„Við verðum að bregðast við viðamiklum breytingum í bílaiðnaði.“ Rick Wagoner, forstjóri General Motors, eftir að hann sættist á helmingi minni laun til að draga úr launaútgjöldum í febrúar.MarsKirk Kerkorian Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian átti frumkvæðið að samstarfsviðræðum General Motors, Nissan og Renault á sviði bílaframleiðslu. Hann var einn af stærstu hluthöfum í GM en seldi mestan hluta þeirra eftir að viðræður fyrirtækjanna sigldu í strand á haustdögum. Markaðurinn/AFPMynd/AFPMars var tiltölulega rólegur í samanburði við aðra mánuði ársins. Bjartsýni hafði aukist nokkuð allt frá því Angela Merkel varð kanslari landsins ári áður auk þess sem sérfræðingar spáðu auknum hagvexti í þessu stærsta hagkerfi Evrópusambandsins vegna heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu, sem haldin var í júní þrátt fyrir hækkun á virðisaukaskatti nú um áramótin.Stjórn Seðlabanka Evrópu hækkaði stýrivexti bankans um fjórðung úr prósent í byrjun mánaðar og fóru vextir bankans í 2,5 prósent. Þetta var önnur stýrivaxtahækkun bankans á árinu en ekki sú síðasta.Seðlabankastjórar fleiri landa vöruðu sömuleiðis við verðbólgudrauginum, þar á meðal Ben Bernanke, bankastjóri bandaríska seðlabankans, sem ákvað að hækka stýrivexti í landinu um 25 punkta undir lok mánaðar og stóðu vextirnir eftir það í 4,75 prósentum. Þetta var fyrsta stýrivaxtahækkun Bernankes eftir að hann tók við af Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóra Bandaríkjanna, en Bernanke hafði lagt áherslu á nauðsyn aðgerða til að loka á verðbólgudrauginn. Þá var þetta jafnframt 15. hækkun bankans eftir samfellt hækkanaferli frá miðju ári 2004. Stýrivextir bankans hækkuðu svo á ný í maí og virtist fátt benda til að hækkanaferlið væri á enda.aprílRichard Branson Lággjaldaflugfélagið Virgin America, sem er að mestu í eigu félags Richards Branson, fékk ekki flugrekstrarleyfi í Bandaríkjunum í desember vegna þess að það er að mestu í eigu Breta.Markaðurinn/AFPMarkaðurinn/AFPStjórnendur Gazprom héldu enn að herja á nágranna sína og kúnna en í byrjun mánaðar ákvað ríkisfyrirtækið að hækka verð á jarðgasi til Hvít-Rússa. Rússar og Hvít-Rússar hafa fram til þessa bundist vinaböndum og greiddu þeir lágmarksverð fyrir gasið. Stjórnendur Gazprom hótuðu að grípa til svipaðra aðgerða og í deilunni við Úkraínustjórn fyrr á árinu. Niðurstaða fékkst ekki fyrr en nú um áramótin eftir þráfelldar hótanir og sættust Hvít-Rússar á að greiða rúmlega tvöfalt meira fyrir gasið eða 100 dali, rúmar 7.000 krónur, fyrir hvern kúbikmetra, sem var nokkuð lægra en Rússar höfðu upphaflega farið fram á.Rétt fyrir miðjan mánuðinn hóf stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq að kaupa hlutabréf í LSE og nældi sér á tiltölulega skömmum tíma í 15 prósent hlutafjár í bresku kauphöllinni frá tveimur stórum hluthöfum. Kaupin héldu áfram næstu mánuði og þegar fram liðu stundir hafði Nasdaq náð í rétt rúman fjórðung bréfa bresku kauphallarinnar. Baráttunni um bresku höllina var hins vegar hvergi nærri lokið því Carla Furse, forstjóri LSE, hefur allt fram til þessa hent öllum tilboðstilraunum Roberts Greifeld, forstjóra Nasdaq, út í hafsauga á þeim forsendum að það væri of lágt og endurspegli ekki raunverulegt virði markaðarins.maífgdsfgÞótt hlutabréfavísitölur víða um heim hefðu vaxið hratt í fyrra heyrði það ekki um þær allar. Um miðjan maí fór indverska hlutabréfavísitalan Sensex nefnilega á hliðina og féll úr tæpum 10.000 stigum um rúm fjögur prósent tvo daga í röð og endaði undir 9.000 stigum. Ástæðan var slæleg afkoma fyrirtækja í landinu. Gengi hlutabréfa átti hins vegar eftir að jafna sig og vel það því vísitalan sló met hvern mánuðinn á fætur öðrum á haustdögum og virðist fátt benda til að henni ætli að skrika fótur á nýjan leik.Endalok nálguðust í Enron-málinu 25. maí þessa mánaðar þegar Kenneth Lay, stofnandi og fyrrum stjórnarformaður fyrirtækisins, og Jeffrey Skilling, fyrrum yfirframkvæmdastjóri þess, voru fundnir sekir um fjársvik og samsæri auk fleiri ákæruliða í tengslum við gjaldþrot Enron árið 2001. Fjölmiðlar vestanhafs sögðu Skilling eiga yfir höfði sér allt að 185 ára fangelsisdóm en töldu Lay geta undirbúið sig fyrir allt að 65 ára fangelsivist. Þrátt fyrir að gjaldþrot Enron hafi dregið mikinn dilk á eftir sér héldu tvímenningarnir ætíð fram sakleysi sínu og hneyksluðust á dómnum.júníHæst bar um miðjan júní að samevrópski flugvélaframleiðandinn Airbus tilkynnti að vandræði í rafkerfi nýjustu þotu fyrirtækisins, risaþotunnar A380, hefðu valdið því að afhending vélanna gæti dregist um allt að sjö mánuði. Reyndar stóð aðeins til að afhenda eina vél í fyrra til flugfélagsins Singapore Airlines. Þróun og smíði risaþotunnar hafði staðið yfir frá aldamótum og nam kostnaður við risaþotuna heilum 1.100 milljörðum íslenskra króna. Noel Forgeard, yfirmaður EADS, móðurfélags Airbus, sagði allt stefna í að einungis níu risaþotur yrðu afhentar á þessu ári, 20 til 25 vélar á því næsta en allt að 14 á næstu tveimur árum eftir það. Forsvarsmenn fjölda flugfélaga víða um heim, þar á meðal Singapore Airlines sem hafði pantað 10 risaþotur, lýstu yfir vonbrigðum með tafirnar og nokkrir þeirra hótuðu að krefjast skaðabóta vegna þessa. Tafirnar drógu mikinn dilk á eftir sér og urðu meðal annars til þess að gengi bréfa í EADS, móðurfélagi Airbus, féllu um þriðjung sama dag og tók að hrikta í stoðum samstæðunnar. Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett var hins vegar boðberi óvæntra gleðitíðinda undir lok mánaðar þegar hann greindi frá því að hann hygðist gefa 85 prósent af öllum auðæfum sínum til góðgerðamála. Talið er að eignir hans nemi allt að 3.000 milljörðum íslenskra króna. Stærstur hluti gjafarinnar, 10 milljón hlutir, sem metnir eru á tæplega 2.100 milljarða íslenskra króna, í Berkshire Hathaway, fjárfestingasjóði Buffetts, rennur til góðgerðastofnunar Bill Gates, stofnanda og stjórnarformanns bandaríska hugbúnaðarrisans, og eiginkonu hans. Stofnun þeirra Gateshjóna, sem ber nafn þeirra beggja, berst gegn sjúkdómum og vinnur að aukinni menntun í þróunarríkjunum. Á síðasta degi sumarmánaðarins bárust þær fréttir vestan Atlantsála, að í bígerð væru viðræður bílaframleiðendanna General Motors, Nissan og Renault um samstarf á sviði bílaframleiðslu. Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian átti frumkvæðið að viðræðunum en fjárfestingarfélag hans var einn af stærstu hluthöfum í GM, sem hefur átt við hallarekstur að stríða og sagt upp þúsundum starfsmanna og lokað verksmiðjum til að snúa afkomunni við. Kerkorian var bjartsýnn á árangur viðræðna þrátt fyrir andstöðu æðstu stjórnenda GM og lýsti því yfir að hann myndi auka við hlut sinn í GM ef af samstarfinu yrði. Forsvarsmenn bílaframleiðendanna funduðu sumarið á enda en bjartsýni þessa aldraða auðkýfings snerist upp í helber vonbrigði þegar nær dró haustdögum. Hluthafar Arcelor gáfu sig loksins skömmu fyrir júnílok eftir að Mittal Steel hafði hækkað yfirtökutilboð sitt talsvert frá fyrsta boði. Fyrirtækin skelltu nöfnunum saman og úr varð Arcelor-Mittal, langstærsti stálframleiðandi í heimi. Ekki er ljóst hvort hinn almenni neytandi var jafn ánægður í Bandaríkjunum en undir lok mánaðar tilkynnti Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, að ákveðið hefði verið að hækka stýrivexti bankans enn á ný um fjórðung úr prósenti og fóru þeir við það í 5,25 prósent. Þetta var 17. hækkun bankans á tveimur árum og gaf Bernanke í skyn að nú væri endi bundinn á hækkanaferlið. Sú varð raunin enda hreyfðust stýrivextirnir ekkert það sem eftir lifði árs. „Við teljum að Renault og Nissan séu opin fyrir því að starfa með General Motors.“ Úr bréfi frá Kirks Kerkorian til stjórnenda General Motors í júní. júlíNokkuð hafði hitnað undir æðstu stjórnendum EADS og dótturfélagi þess, Airbus, vegna tafa á afhendingu A380 risaþotnanna. Úr varð að Noel Forgeard, aðstoðarframkvæmdastjóri EADS og Gustav Humbert, forstjóri Airbus, sögðu upp störfum sínum á öðrum degi júlímánaðar.Þá var sala á hlutabréfum þeirra í flugvélasmiðjunum rannsökuð en þeir voru taldir hafa komið bréfunum í verð áður en greint var frá töfum á afhendingunni.Og enn af Enron því Kenneth Lay, fyrrum forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækisins, lést af völdum hjartaáfalls í sumarhúsi sínu í Colorado í Bandaríkjunum að morgni dags 5. júlí. Hann var 64 ára að aldri. Fregnin kom flatt upp á marga enda hafði dómur fallið í Enronmálinu rúmum mánuði áður og átti Lay yfir höfði sér áratuga fangelsisdóm fyrir stórfelld fjársvik og fyrir að falsa afkomutölur fyrirtækisins.Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk í hæstu hæðir um miðjan mánuðinn þegar Ísraelsher gerði innrás gegn liðsmönnum Hizbollah-samtakanna í suðurhluta Líbanon. Vart var á bætandi stöðu mála í Mið-Austurlöndum. Hráolíuverðið tók stórt stökk upp á við í 78 dali á tunnu og hafði það aldrei verið hærra. Hækkanirnar höfðu mikil áhrif víða um heim, ekki síst á afkomu bílaframleiðenda í Bandaríkjunum, sem höfðu átt við rekstrarvanda að stríða um langt bil. Olíuverðshækkanirnar bættu ekki úr skák enda sneri margur bíleigandinn baki við bensínfrekum risajeppanum og festi kaup á sparneytnum og umhverfisvænum bílum frá Japan.Japanski seðlabankinn spilaði fram nokkuð óvæntu trompi á sama tíma með 25 punkta hækkun stýrivaxta. Greiningaraðilar voru á einu máli um að þetta hefði verið söguleg stund því stýrivextir bankans höfðu staðið í núll prósentum frá því í ágúst árið 2000 en þá voru þeir núllstilltir til að bregðast við efnahagslægð sem reið yfir Asíu þremur árum fyrr. Undir lok mánaðar birtu svo bandarísku bílaframleiðendurnir afkomutölur sínar fyrir annan ársfjórðung. Niðurstöðurnar voru síður en svo jákvæðar og urðu til þess að fyrirtækin urðu að herða sultarólina enn frekar og segja fleirum upp auk þess sem gripið var til ýmissa leiða til að hagræða í rekstrinum.„Með ákvörðuninni í dag er horft til þess að viðhalda stöðugleika og hagvexti til langs tíma.“ Tilkynning frá Seðlabanka Japans þegar stjórn hans hækkaði stýrivexti um 25 punkta 14. júlí 2006.ágústÁgústmánuður var nokkuð tíðindalítill. Í annarri viku mánaðar ákvað stjórn Seðlabanka Bandaríkjanna að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósent. Þetta var nokkuð sögulegur áfangi, því þar með var endi bundinn á samfelldar hækkanir á stýrivöxtum bankans síðastliðin tvö ár á undan.Aðrir seðlabankar fylgdu í kjölfarið en undir lok mánaðarins ákvað evrópski seðlabankastjórinn Jean-Claude Trichet að grípa til sömu aðgerða og kollegi hans vestanhafs og halda vöxtunum óbreyttum. Hátt eldsneytisverð jók enn á vandræði og hallarekstur bandarískra bílaframleiðenda. Neytendur virtust alfarið hafa snúið baki við stórum bensínhákum og sátu framleiðendur á borð við General Motors, Ford og Chrysler uppi með talsvert meira af óseldum sportjeppum en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Fyrirtækin gripu til frekari aðgerða til að draga saman í rekstrinum, seldu frá sér dótturfélög og skáru niður í mannahaldi. Þá skipti Ford um mann í brúnni en Bill Ford, forstjóri og afkomandi stofnanda fyrirtækisins, fór út fyrir Alan Mulally, fyrrum forstjóra Boeing.septemberOg meira af aðhaldi því samstarfsviðræður bílaframleiðendanna GM, Nissan og Renault sigldu í strand í upphafi mánaðar og var þeim slitið í kjölfarið eftir fjögurra mánaða fundahöld. Þrátt fyrir bága fjárhagsstöðu GM taldi félagið sig leggja meira af mörkum til samstarfs og náðust ekki sættir um málið. Kirk Kerkorian lýsti yfir sárum vonbrigðum með niðurstöðuna og losaði hann sig við um helming bréfa sinna í bandaríska bílaframleiðandanum í mótmælaskyni.Fjárfestar víða um heim brostu hins vegar út í eitt um miðjan mánuðinn enda ruku hlutabréfavísitölur víðs vegar í áður óþekktar methæðir. Indverska hlutabréfavísitalan Sensex náði sömu hæðum undir lok september í kjölfar birtingar hagtalna, sem bentu til ágæts hagvaxtar í landinu. Fjárfestar þar í landi kættust enda stefndi allt í að hlutabréfavísitalan væri á frekari uppleið og fall ekki í sjónmáli á ný. Væntingar fjárfesta stóðust enda rauf vísitalan hvert metið á fætur öðru, síðast í byrjun desember þegar hún fór yfir 14.000 stig.Þá sá loks fyrir endann á Enronmálinu þegar dómur féll í máli Andrew Fastow, fyrrum fjármálastjóra orkusölurisans fyrrverandi. Fastow hlaut sex ára dóm sem var fjórum árum styttri dómur en gert var ráð fyrir. Fastow var meðal annars sakaður um innherjasvik en hann auðgaðist verulega við sölu á bréfum sínum í félaginu áður en halla tók undan fæti orkusölurisans. Auk fangelsisdómsins var hann dæmdur til að greiða til baka 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 2,1 milljarðs íslenskra króna í reiðufé og eignum.OktóberRíkisstjórn Írlands einkavæddi flugfélagið Aer Lingus í lok september. Írska ríkið hafði í gegnum tíðina farið með rúman 85 prósenta hlut í flugfélaginu en ákvað að selja 50 prósent úr safni sínu í almennu hlutafjárútboði áður en til skráningar þess kom í kauphöllunum í Dublin á Írlandi og Lundúnum í Bretlandi á öðrum degi október. Landar þeirra hjá lággjaldaflugfélaginu Ryanair tryggðu sér 16 prósenta hlutafjár í útboðinu en juku hann fljótlega í 19,2 prósent.Í kjölfarið gerði stjórn Ryanair yfirtökutilboð í alla eftirstandandi hluti sem hljóðaði upp á 1,48 milljarða evrur eða rúma 130 milljarða íslenskra króna. Tilboðið mætti harðri andstöðu jafnt frá írskum ráðherrum til starfsmanna Aer Lingus og hins almenna Íra. Starfsmannafélag Aer Lingus, sem tryggði sér vænan skerf í flugfélaginu við einkavæðingu þess, jók við hlut sinn auk þess sem írskur auðkýfingur keypti lítinn hlut með það eitt fyrir augum að koma í veg fyrir að Ryanair gæti komið höndum yfir flugfélagið. Michael O‘Leary, forstjóri Ryanair, þrýsti á hluthafa Aer Lingus að þeir tækju tilboðinu og sagði þetta einstakt tækifæri til að stofna stórt írskt flugfélag. Hluthafarnir tóku ekki vel í kostaboðið en ekki bætti úr skák þegar hann boðaði stórtækar hagræðingaraðgerðir til að bæta rekstur Aer Lingus. Barátta flugfélaganna átti eftir að harðna talsvert eftir því sem nær leið áramótum.Jeffrey Skilling, fyrrum yfirframkvæmdastjóri Enron, var dæmdur til 24 ára fangelsisvistar vegna aðildar að stórfelldum svikum til að fela milljarðatap orkusölurisans. Dómurinn var talsvert lægri en búist hafði verið við en fjölmiðlar reiknuðu með því að hann hlyti tæplega tveggja alda dvöl innan veggja fangelsisins. Endi var ekki bundinn á Enronmálið því Richard Causey, fyrrverandi aðalendurskoðandi Enron, hlaut sömuleiðis fimm og hálfs árs dóm fyrir málið um miðjan nóvember. Skilling hóf afplánun um miðjan desember og var þar með botninn sleginn í málið sem staðið hafði yfir síðastliðin fimm ár.„Þetta er frábært [tilboð] fyrir ríkisstjórnina, starfsfólkið, hagkerfi landsins og ferðamennsku á Írlandi.“ Michael O‘Leary, forstjóri írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair, um yfirtökutilboð flugfélagsins í Aer Lingus í október.nóvemberEnglandsbanki ákvað í byrjun nóvember að hækka stýrivexti um fjórðung úr prósenti og fóru vextirnir í 5 prósent. Almennt var búist við þessari vetrargjöf bankans til landsmanna enda fyrsta stýrivaxtahækkun bankans á árinu sem staðið hafði fastur á sínu þrátt fyrir að margsinnis hafi verið þrýst á Mervyn King. bankastjóra Englandsbanka, að hækka vextina. Reyndar hafði ekki verið einhugur um óbreytta vaxtastefnu bankans.Undir lok mánaðarins komst japanska netfyrirtækið Livedoor á ný í fréttir þegar stjórn fyrirtækisins ákvað að selja fjármálaarm þess. Ljóst þykir að Livedoor heyrir sögunni til sem eitt af óskabörnum Japana enda malaði armurinn gull fyrir fyrirtækið. Livedoor mun í framtíðinni ætla að einbeita sér að því sem það var upphaflega stofnað til, eða vefhönnun og hugbúnaðarþróun.Tilraunir írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair til að kaupa írska flugfélagið Aer Lingus var sem rauður þráður í gegnum veturinn. Baráttan harðnaði frekar en hitt því á síðustu dögum nóvember tilkynnti Dermont Mannion, forstjóri írska Aer Lingus, að Ryanair hefði tryggt sér fjórðungshlut í flugfélaginu og hefði ákveðið að setja stefnuna á óvinveitta yfirtöku á félaginu þrátt fyrir andstöðu meirihluta hluthafa í félaginu. „Við teljum að tilboð Nasdaq endurspegli framúrskarandi vöxt og framtíðarhorfur markaðarins.“Carla Furse, forstjóri LSE, þegar hún felldi rúmlega 380 milljarða króna yfirtökutilboð frá stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq í nóvember.desemberMichael O‘Leary, forstjóra Ryanair, varð lítið ágengt í tilraunum sínum til að kaupa flugfélagið Aer Lingus en einungis eitt prósent hluthafa var fylgjandi yfirtökutilboði á fundi þeirra snemma í mánuðinum. Hann sagðist engu að síður fullviss um að tilboðið hlyti náð fyrir augum hluthafa enda væri það nokkuð yfir útboðsgengi félagsins í október. Hann vildi hins vegar ekkert segja til um hvort tilboðið yrði hækkað til að blíðka hluthafana.Og fleiri fréttir bárust frá fyrirtækjum í háloftunum því lögregla gerði rannsókn á skrifstofum EADS, móðurfélags Airbus, í París í Frakklandi um miðjan jólamánuðinn. Rannsóknin var gerð að tilstuðlan evrópskra samkeppnisyfirvalda til að kanna hvort helstu stjórnendur og hluthafar fyrirtækisins hafi gerst sekir um innherjasvik í hlutabréfaviðskiptum og komið bréfum í verð áður en gengi í EADS féll um mitt ár. Talið var að allt að 800 manns tengdust málinu. Þetta voru ekki einu fréttirnar af fallvöltu gengi EADS því flugfélagið Emirates í Dubai, sem hafði pantað 43 risaþotur, lagði fram kröfu um skaðabætur á hendur flugvélasamstæðunni vegna tafa á afhendingu þotnanna á jóladag.Undir lok mánaðar stefndi um stundarsakir í óefni í Taílandi eftir að taílenski seðlabankinn greindi frá áformum sínum um að setja á gjaldeyrishömlur til að sporna gegn háu gengi bahtsins, gjaldeyris Taílendinga, en hann hefur verið með sterkustu gjaldmiðlum Asíu. Sömu sögu var að segja af Robert Greifeld, forstjóra bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq, sem tilkynnti með formlegum hætti að markaðurinn væri farinn í óvinveitta yfirtöku á LSE. Markaðurinn hefur hins vegar enn sem komið er ekki náð meira en fjórðungshlut í LSE og mun framtíðin ein skera úr um hver niðurstaðan verður.Undir lok árs bættist enn í fréttir af baráttu Bandaríkjamanna og Breta því samgönguyfirvöld vestanhafs ákváðu að veita lággjaldaflugfélaginu Virgin America ekki flugrekstrarleyfi í landinu. Ástæðan var sú, að flugfélagið var að mestum hluta í eigu bresku samstæðunnar Virgin Group og auðkýfingsins Richard Bransons. Reglur um eignarhald á flugfélögum kveða hins vegar á um að erlendir aðilar megi ekki eiga meira en fjórðung í fyrirtækjum sem þessum. Þetta þóttu talsverð vonbrigði fyrir Branson enda hafði undirbúningur fyrir rekstur flugfélagsins, sem átti að hefja rekstur snemma á þessu ári, staðið yfir síðastliðin tvö ár. Óvíst hvort af verður en forsvarsmenn Virgin America munu svara samgönguyfirvöldum vestra á næstu dögum. Undir smásjánni Mest lesið Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Breytingar á stýrivöxtum, samdráttur í rekstri fyrirtækja, vinveittar og óvinveittar yfirtökutilraunir og samruni fyrirtækja og hlutabréfamarkaða einkenndi síðasta ár. Fastlega má búast við því að fréttir síðasta árs lifi framhaldslífi langt fram á þetta ár. JanúarBen Bernanke Seðlabanki Bandaríkjanna batt enda á samfellt hækkanaferli á stýrivöxtum á árinu. Markaðurinn/AFPÁrið byrjaði ekki efnilega fyrir Úkraínumenn sem höfðu deilt um fjórföldun á gasverði frá rússneska ríkisgasfyrirtækinu Gazprom allan jólamánuðinn. Viðræður fulltrúa landanna sigldu í strand skömmu fyrir áramót og skrúfuðu Rússar fyrir gasleiðsluna til Úkraínu á nýársdag. Jarðgas sem fer um Úkraínu fer einnig til nokkurra landa í Evrópu þar sem gasskorts varð vart. Eftir að Evrópusambandið skarst í leikinn hét Alexei Miller, framkvæmdastjóri Gazprom, því að gasflutningur til Úkraínu yrði með eðlilegum hætti um miðjan mánuðinn. .Þá settu stýrivextir mark sitt á erlendar fjármálafréttir á árinu. Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivextina nokkrum sinnum þrátt fyrir fregnir um að senn lyki um tveggja ára vaxtahækkunarferli bankans en vextir á evrusvæðinu og í Bretlandi ýmist lækkuðu, stóðu í stað eða hækkuðu af ótta við að verðbólgudraugurinn léti á sér kræla. Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti sína jafnt og þétt út árið en Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, ákvað framan af ári að halda þeim óbreyttum. Ekki var einhugur um ákvörðunina í röðum meðlima í peningamálanefnd bankans.Fjárfestar í Bandaríkjunum glöddust hins vegar þegar Dow Jones hlutabréfavísitalan rauf 11.000 stiga múrinn en slíkt hafði ekki gerst í rétt rúm fimm ár. Hlutabréfavísitölur í fleiri löndum ruku í methæðir, þar á meðal í Kauphöll Íslands.Fjárfestar í Japan voru hins vegar ekki jafn glaðir þegar loka varð fyrir viðskipti í Kauphöllinni í Tókýó 20 mínútum fyrr en venja var hinn 18. janúar vegna ótta við verðhrun. Ástæðan var söluæði sem rann á fjárfesta í kauphöllinni vegna frétta af rannsókn sem fjármálayfirvöld þar í landi stóðu fyrir hjá netfyrirtækinu Livedoor.Lokun kauphallarinnar í Tókýó var söguleg stund með ákveðnum formerkjum enda hafði henni aldrei áður verið lokað fyrr en venjulega. Rannsókn á starfsemi Livedoor leiddi í ljós að stjórnendur fyrirtækisins hefðu stundað ólögleg hlutabréfaviðskipti og falsað afkomutölur tveimur árum fyrr með það fyrir augum að láta sem fyrirtækið skilaði hagnaði þegar reyndin var önnur. Takafumie Horie, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, var handtekinn nokkrum dögum síðar ásamt nokkrum af æðstu stjórnendum fyrirtækisins og standa réttarhöld í málinu enn yfir.Undir lok mánaðarins lagði stálfyrirtækið Mittal Steel, sem er í eigu indverska auðkýfingsins Lakshmi Mittals, sem samkvæmt breska blaðinu Sunday Times er ríkasti maður sem búsettur er á Bretlandseyjum, fram yfirtökutilboð í franska stálfyrirtækið Arcelor. Tilboðið hljóðaði upp á jafnvirði 2.200 milljarða íslenskra króna. Hluthafar Arcelor voru hins vegar mótfallnir tilboðinu og var Mittal Steel að betrumbæta boðið talsvert áður en yfir lauk.„Það er óábyrgt að velta vöngum yfir því hvort ég ætli að segja af mér eða ekki þar sem við höfum ekki áttað okkur almennilega á stöðunni.“ Takafumi Horie, fyrrum forstjóri Livedoor. 18. janúar 2006.FebrúarRisagjöf Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett ákvað að veita sjóði Bills og Melindu Gates jafnvirði 2.100 milljarða króna af eignum sínum. Markaðurinn/AFPAnnað fyrirtæki þar sem stjórnendur höfðu falsað afkomutölur var öðru hverju í fréttum á árinu allt fram á haust. Fyrirtækið hét Enron en réttarhöld hófust í Houston í Texas yfir æðstu stjórnendum þessa fyrrum bandaríska orkusölurisa, sem varð gjaldþrota árið 2001.Nokkrar af helstu lykilpersónum í málinu voru Kenneth Lay, stofnandi og fyrrum forstjóri fyrirtækisins, Jeffrey Skilling, fyrrum yfirframkvæmdastjóri orkurisans og Andrew Fastow, fyrrum fjármálastjóri þess, en þeir voru ásamt öðrum sakaðir um stórfelld fjársvik og fölsun afkomutalna til að láta sem fyrirtækið sýndi hagnað í stað taps.Þegar orkusölurisinn var úrskurðaður gjaldþrota árið 2001 misstu 21.000 manns vinnuna auk þess sem í ljós kom skuldahali upp á 21.000 milljarða íslenskra króna sem gerir gjaldþrotið eitt af þeim stærri í sögunni. Réttarhöldin drógust fram eftir ári en úrskurður um sekt í málinu féll ekki fyrr en um mitt ár.„Við verðum að bregðast við viðamiklum breytingum í bílaiðnaði.“ Rick Wagoner, forstjóri General Motors, eftir að hann sættist á helmingi minni laun til að draga úr launaútgjöldum í febrúar.MarsKirk Kerkorian Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian átti frumkvæðið að samstarfsviðræðum General Motors, Nissan og Renault á sviði bílaframleiðslu. Hann var einn af stærstu hluthöfum í GM en seldi mestan hluta þeirra eftir að viðræður fyrirtækjanna sigldu í strand á haustdögum. Markaðurinn/AFPMynd/AFPMars var tiltölulega rólegur í samanburði við aðra mánuði ársins. Bjartsýni hafði aukist nokkuð allt frá því Angela Merkel varð kanslari landsins ári áður auk þess sem sérfræðingar spáðu auknum hagvexti í þessu stærsta hagkerfi Evrópusambandsins vegna heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu, sem haldin var í júní þrátt fyrir hækkun á virðisaukaskatti nú um áramótin.Stjórn Seðlabanka Evrópu hækkaði stýrivexti bankans um fjórðung úr prósent í byrjun mánaðar og fóru vextir bankans í 2,5 prósent. Þetta var önnur stýrivaxtahækkun bankans á árinu en ekki sú síðasta.Seðlabankastjórar fleiri landa vöruðu sömuleiðis við verðbólgudrauginum, þar á meðal Ben Bernanke, bankastjóri bandaríska seðlabankans, sem ákvað að hækka stýrivexti í landinu um 25 punkta undir lok mánaðar og stóðu vextirnir eftir það í 4,75 prósentum. Þetta var fyrsta stýrivaxtahækkun Bernankes eftir að hann tók við af Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóra Bandaríkjanna, en Bernanke hafði lagt áherslu á nauðsyn aðgerða til að loka á verðbólgudrauginn. Þá var þetta jafnframt 15. hækkun bankans eftir samfellt hækkanaferli frá miðju ári 2004. Stýrivextir bankans hækkuðu svo á ný í maí og virtist fátt benda til að hækkanaferlið væri á enda.aprílRichard Branson Lággjaldaflugfélagið Virgin America, sem er að mestu í eigu félags Richards Branson, fékk ekki flugrekstrarleyfi í Bandaríkjunum í desember vegna þess að það er að mestu í eigu Breta.Markaðurinn/AFPMarkaðurinn/AFPStjórnendur Gazprom héldu enn að herja á nágranna sína og kúnna en í byrjun mánaðar ákvað ríkisfyrirtækið að hækka verð á jarðgasi til Hvít-Rússa. Rússar og Hvít-Rússar hafa fram til þessa bundist vinaböndum og greiddu þeir lágmarksverð fyrir gasið. Stjórnendur Gazprom hótuðu að grípa til svipaðra aðgerða og í deilunni við Úkraínustjórn fyrr á árinu. Niðurstaða fékkst ekki fyrr en nú um áramótin eftir þráfelldar hótanir og sættust Hvít-Rússar á að greiða rúmlega tvöfalt meira fyrir gasið eða 100 dali, rúmar 7.000 krónur, fyrir hvern kúbikmetra, sem var nokkuð lægra en Rússar höfðu upphaflega farið fram á.Rétt fyrir miðjan mánuðinn hóf stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq að kaupa hlutabréf í LSE og nældi sér á tiltölulega skömmum tíma í 15 prósent hlutafjár í bresku kauphöllinni frá tveimur stórum hluthöfum. Kaupin héldu áfram næstu mánuði og þegar fram liðu stundir hafði Nasdaq náð í rétt rúman fjórðung bréfa bresku kauphallarinnar. Baráttunni um bresku höllina var hins vegar hvergi nærri lokið því Carla Furse, forstjóri LSE, hefur allt fram til þessa hent öllum tilboðstilraunum Roberts Greifeld, forstjóra Nasdaq, út í hafsauga á þeim forsendum að það væri of lágt og endurspegli ekki raunverulegt virði markaðarins.maífgdsfgÞótt hlutabréfavísitölur víða um heim hefðu vaxið hratt í fyrra heyrði það ekki um þær allar. Um miðjan maí fór indverska hlutabréfavísitalan Sensex nefnilega á hliðina og féll úr tæpum 10.000 stigum um rúm fjögur prósent tvo daga í röð og endaði undir 9.000 stigum. Ástæðan var slæleg afkoma fyrirtækja í landinu. Gengi hlutabréfa átti hins vegar eftir að jafna sig og vel það því vísitalan sló met hvern mánuðinn á fætur öðrum á haustdögum og virðist fátt benda til að henni ætli að skrika fótur á nýjan leik.Endalok nálguðust í Enron-málinu 25. maí þessa mánaðar þegar Kenneth Lay, stofnandi og fyrrum stjórnarformaður fyrirtækisins, og Jeffrey Skilling, fyrrum yfirframkvæmdastjóri þess, voru fundnir sekir um fjársvik og samsæri auk fleiri ákæruliða í tengslum við gjaldþrot Enron árið 2001. Fjölmiðlar vestanhafs sögðu Skilling eiga yfir höfði sér allt að 185 ára fangelsisdóm en töldu Lay geta undirbúið sig fyrir allt að 65 ára fangelsivist. Þrátt fyrir að gjaldþrot Enron hafi dregið mikinn dilk á eftir sér héldu tvímenningarnir ætíð fram sakleysi sínu og hneyksluðust á dómnum.júníHæst bar um miðjan júní að samevrópski flugvélaframleiðandinn Airbus tilkynnti að vandræði í rafkerfi nýjustu þotu fyrirtækisins, risaþotunnar A380, hefðu valdið því að afhending vélanna gæti dregist um allt að sjö mánuði. Reyndar stóð aðeins til að afhenda eina vél í fyrra til flugfélagsins Singapore Airlines. Þróun og smíði risaþotunnar hafði staðið yfir frá aldamótum og nam kostnaður við risaþotuna heilum 1.100 milljörðum íslenskra króna. Noel Forgeard, yfirmaður EADS, móðurfélags Airbus, sagði allt stefna í að einungis níu risaþotur yrðu afhentar á þessu ári, 20 til 25 vélar á því næsta en allt að 14 á næstu tveimur árum eftir það. Forsvarsmenn fjölda flugfélaga víða um heim, þar á meðal Singapore Airlines sem hafði pantað 10 risaþotur, lýstu yfir vonbrigðum með tafirnar og nokkrir þeirra hótuðu að krefjast skaðabóta vegna þessa. Tafirnar drógu mikinn dilk á eftir sér og urðu meðal annars til þess að gengi bréfa í EADS, móðurfélagi Airbus, féllu um þriðjung sama dag og tók að hrikta í stoðum samstæðunnar. Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett var hins vegar boðberi óvæntra gleðitíðinda undir lok mánaðar þegar hann greindi frá því að hann hygðist gefa 85 prósent af öllum auðæfum sínum til góðgerðamála. Talið er að eignir hans nemi allt að 3.000 milljörðum íslenskra króna. Stærstur hluti gjafarinnar, 10 milljón hlutir, sem metnir eru á tæplega 2.100 milljarða íslenskra króna, í Berkshire Hathaway, fjárfestingasjóði Buffetts, rennur til góðgerðastofnunar Bill Gates, stofnanda og stjórnarformanns bandaríska hugbúnaðarrisans, og eiginkonu hans. Stofnun þeirra Gateshjóna, sem ber nafn þeirra beggja, berst gegn sjúkdómum og vinnur að aukinni menntun í þróunarríkjunum. Á síðasta degi sumarmánaðarins bárust þær fréttir vestan Atlantsála, að í bígerð væru viðræður bílaframleiðendanna General Motors, Nissan og Renault um samstarf á sviði bílaframleiðslu. Bandaríski auðkýfingurinn Kirk Kerkorian átti frumkvæðið að viðræðunum en fjárfestingarfélag hans var einn af stærstu hluthöfum í GM, sem hefur átt við hallarekstur að stríða og sagt upp þúsundum starfsmanna og lokað verksmiðjum til að snúa afkomunni við. Kerkorian var bjartsýnn á árangur viðræðna þrátt fyrir andstöðu æðstu stjórnenda GM og lýsti því yfir að hann myndi auka við hlut sinn í GM ef af samstarfinu yrði. Forsvarsmenn bílaframleiðendanna funduðu sumarið á enda en bjartsýni þessa aldraða auðkýfings snerist upp í helber vonbrigði þegar nær dró haustdögum. Hluthafar Arcelor gáfu sig loksins skömmu fyrir júnílok eftir að Mittal Steel hafði hækkað yfirtökutilboð sitt talsvert frá fyrsta boði. Fyrirtækin skelltu nöfnunum saman og úr varð Arcelor-Mittal, langstærsti stálframleiðandi í heimi. Ekki er ljóst hvort hinn almenni neytandi var jafn ánægður í Bandaríkjunum en undir lok mánaðar tilkynnti Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, að ákveðið hefði verið að hækka stýrivexti bankans enn á ný um fjórðung úr prósenti og fóru þeir við það í 5,25 prósent. Þetta var 17. hækkun bankans á tveimur árum og gaf Bernanke í skyn að nú væri endi bundinn á hækkanaferlið. Sú varð raunin enda hreyfðust stýrivextirnir ekkert það sem eftir lifði árs. „Við teljum að Renault og Nissan séu opin fyrir því að starfa með General Motors.“ Úr bréfi frá Kirks Kerkorian til stjórnenda General Motors í júní. júlíNokkuð hafði hitnað undir æðstu stjórnendum EADS og dótturfélagi þess, Airbus, vegna tafa á afhendingu A380 risaþotnanna. Úr varð að Noel Forgeard, aðstoðarframkvæmdastjóri EADS og Gustav Humbert, forstjóri Airbus, sögðu upp störfum sínum á öðrum degi júlímánaðar.Þá var sala á hlutabréfum þeirra í flugvélasmiðjunum rannsökuð en þeir voru taldir hafa komið bréfunum í verð áður en greint var frá töfum á afhendingunni.Og enn af Enron því Kenneth Lay, fyrrum forstjóri og stjórnarformaður fyrirtækisins, lést af völdum hjartaáfalls í sumarhúsi sínu í Colorado í Bandaríkjunum að morgni dags 5. júlí. Hann var 64 ára að aldri. Fregnin kom flatt upp á marga enda hafði dómur fallið í Enronmálinu rúmum mánuði áður og átti Lay yfir höfði sér áratuga fangelsisdóm fyrir stórfelld fjársvik og fyrir að falsa afkomutölur fyrirtækisins.Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk í hæstu hæðir um miðjan mánuðinn þegar Ísraelsher gerði innrás gegn liðsmönnum Hizbollah-samtakanna í suðurhluta Líbanon. Vart var á bætandi stöðu mála í Mið-Austurlöndum. Hráolíuverðið tók stórt stökk upp á við í 78 dali á tunnu og hafði það aldrei verið hærra. Hækkanirnar höfðu mikil áhrif víða um heim, ekki síst á afkomu bílaframleiðenda í Bandaríkjunum, sem höfðu átt við rekstrarvanda að stríða um langt bil. Olíuverðshækkanirnar bættu ekki úr skák enda sneri margur bíleigandinn baki við bensínfrekum risajeppanum og festi kaup á sparneytnum og umhverfisvænum bílum frá Japan.Japanski seðlabankinn spilaði fram nokkuð óvæntu trompi á sama tíma með 25 punkta hækkun stýrivaxta. Greiningaraðilar voru á einu máli um að þetta hefði verið söguleg stund því stýrivextir bankans höfðu staðið í núll prósentum frá því í ágúst árið 2000 en þá voru þeir núllstilltir til að bregðast við efnahagslægð sem reið yfir Asíu þremur árum fyrr. Undir lok mánaðar birtu svo bandarísku bílaframleiðendurnir afkomutölur sínar fyrir annan ársfjórðung. Niðurstöðurnar voru síður en svo jákvæðar og urðu til þess að fyrirtækin urðu að herða sultarólina enn frekar og segja fleirum upp auk þess sem gripið var til ýmissa leiða til að hagræða í rekstrinum.„Með ákvörðuninni í dag er horft til þess að viðhalda stöðugleika og hagvexti til langs tíma.“ Tilkynning frá Seðlabanka Japans þegar stjórn hans hækkaði stýrivexti um 25 punkta 14. júlí 2006.ágústÁgústmánuður var nokkuð tíðindalítill. Í annarri viku mánaðar ákvað stjórn Seðlabanka Bandaríkjanna að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,25 prósent. Þetta var nokkuð sögulegur áfangi, því þar með var endi bundinn á samfelldar hækkanir á stýrivöxtum bankans síðastliðin tvö ár á undan.Aðrir seðlabankar fylgdu í kjölfarið en undir lok mánaðarins ákvað evrópski seðlabankastjórinn Jean-Claude Trichet að grípa til sömu aðgerða og kollegi hans vestanhafs og halda vöxtunum óbreyttum. Hátt eldsneytisverð jók enn á vandræði og hallarekstur bandarískra bílaframleiðenda. Neytendur virtust alfarið hafa snúið baki við stórum bensínhákum og sátu framleiðendur á borð við General Motors, Ford og Chrysler uppi með talsvert meira af óseldum sportjeppum en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Fyrirtækin gripu til frekari aðgerða til að draga saman í rekstrinum, seldu frá sér dótturfélög og skáru niður í mannahaldi. Þá skipti Ford um mann í brúnni en Bill Ford, forstjóri og afkomandi stofnanda fyrirtækisins, fór út fyrir Alan Mulally, fyrrum forstjóra Boeing.septemberOg meira af aðhaldi því samstarfsviðræður bílaframleiðendanna GM, Nissan og Renault sigldu í strand í upphafi mánaðar og var þeim slitið í kjölfarið eftir fjögurra mánaða fundahöld. Þrátt fyrir bága fjárhagsstöðu GM taldi félagið sig leggja meira af mörkum til samstarfs og náðust ekki sættir um málið. Kirk Kerkorian lýsti yfir sárum vonbrigðum með niðurstöðuna og losaði hann sig við um helming bréfa sinna í bandaríska bílaframleiðandanum í mótmælaskyni.Fjárfestar víða um heim brostu hins vegar út í eitt um miðjan mánuðinn enda ruku hlutabréfavísitölur víðs vegar í áður óþekktar methæðir. Indverska hlutabréfavísitalan Sensex náði sömu hæðum undir lok september í kjölfar birtingar hagtalna, sem bentu til ágæts hagvaxtar í landinu. Fjárfestar þar í landi kættust enda stefndi allt í að hlutabréfavísitalan væri á frekari uppleið og fall ekki í sjónmáli á ný. Væntingar fjárfesta stóðust enda rauf vísitalan hvert metið á fætur öðru, síðast í byrjun desember þegar hún fór yfir 14.000 stig.Þá sá loks fyrir endann á Enronmálinu þegar dómur féll í máli Andrew Fastow, fyrrum fjármálastjóra orkusölurisans fyrrverandi. Fastow hlaut sex ára dóm sem var fjórum árum styttri dómur en gert var ráð fyrir. Fastow var meðal annars sakaður um innherjasvik en hann auðgaðist verulega við sölu á bréfum sínum í félaginu áður en halla tók undan fæti orkusölurisans. Auk fangelsisdómsins var hann dæmdur til að greiða til baka 30 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 2,1 milljarðs íslenskra króna í reiðufé og eignum.OktóberRíkisstjórn Írlands einkavæddi flugfélagið Aer Lingus í lok september. Írska ríkið hafði í gegnum tíðina farið með rúman 85 prósenta hlut í flugfélaginu en ákvað að selja 50 prósent úr safni sínu í almennu hlutafjárútboði áður en til skráningar þess kom í kauphöllunum í Dublin á Írlandi og Lundúnum í Bretlandi á öðrum degi október. Landar þeirra hjá lággjaldaflugfélaginu Ryanair tryggðu sér 16 prósenta hlutafjár í útboðinu en juku hann fljótlega í 19,2 prósent.Í kjölfarið gerði stjórn Ryanair yfirtökutilboð í alla eftirstandandi hluti sem hljóðaði upp á 1,48 milljarða evrur eða rúma 130 milljarða íslenskra króna. Tilboðið mætti harðri andstöðu jafnt frá írskum ráðherrum til starfsmanna Aer Lingus og hins almenna Íra. Starfsmannafélag Aer Lingus, sem tryggði sér vænan skerf í flugfélaginu við einkavæðingu þess, jók við hlut sinn auk þess sem írskur auðkýfingur keypti lítinn hlut með það eitt fyrir augum að koma í veg fyrir að Ryanair gæti komið höndum yfir flugfélagið. Michael O‘Leary, forstjóri Ryanair, þrýsti á hluthafa Aer Lingus að þeir tækju tilboðinu og sagði þetta einstakt tækifæri til að stofna stórt írskt flugfélag. Hluthafarnir tóku ekki vel í kostaboðið en ekki bætti úr skák þegar hann boðaði stórtækar hagræðingaraðgerðir til að bæta rekstur Aer Lingus. Barátta flugfélaganna átti eftir að harðna talsvert eftir því sem nær leið áramótum.Jeffrey Skilling, fyrrum yfirframkvæmdastjóri Enron, var dæmdur til 24 ára fangelsisvistar vegna aðildar að stórfelldum svikum til að fela milljarðatap orkusölurisans. Dómurinn var talsvert lægri en búist hafði verið við en fjölmiðlar reiknuðu með því að hann hlyti tæplega tveggja alda dvöl innan veggja fangelsisins. Endi var ekki bundinn á Enronmálið því Richard Causey, fyrrverandi aðalendurskoðandi Enron, hlaut sömuleiðis fimm og hálfs árs dóm fyrir málið um miðjan nóvember. Skilling hóf afplánun um miðjan desember og var þar með botninn sleginn í málið sem staðið hafði yfir síðastliðin fimm ár.„Þetta er frábært [tilboð] fyrir ríkisstjórnina, starfsfólkið, hagkerfi landsins og ferðamennsku á Írlandi.“ Michael O‘Leary, forstjóri írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair, um yfirtökutilboð flugfélagsins í Aer Lingus í október.nóvemberEnglandsbanki ákvað í byrjun nóvember að hækka stýrivexti um fjórðung úr prósenti og fóru vextirnir í 5 prósent. Almennt var búist við þessari vetrargjöf bankans til landsmanna enda fyrsta stýrivaxtahækkun bankans á árinu sem staðið hafði fastur á sínu þrátt fyrir að margsinnis hafi verið þrýst á Mervyn King. bankastjóra Englandsbanka, að hækka vextina. Reyndar hafði ekki verið einhugur um óbreytta vaxtastefnu bankans.Undir lok mánaðarins komst japanska netfyrirtækið Livedoor á ný í fréttir þegar stjórn fyrirtækisins ákvað að selja fjármálaarm þess. Ljóst þykir að Livedoor heyrir sögunni til sem eitt af óskabörnum Japana enda malaði armurinn gull fyrir fyrirtækið. Livedoor mun í framtíðinni ætla að einbeita sér að því sem það var upphaflega stofnað til, eða vefhönnun og hugbúnaðarþróun.Tilraunir írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair til að kaupa írska flugfélagið Aer Lingus var sem rauður þráður í gegnum veturinn. Baráttan harðnaði frekar en hitt því á síðustu dögum nóvember tilkynnti Dermont Mannion, forstjóri írska Aer Lingus, að Ryanair hefði tryggt sér fjórðungshlut í flugfélaginu og hefði ákveðið að setja stefnuna á óvinveitta yfirtöku á félaginu þrátt fyrir andstöðu meirihluta hluthafa í félaginu. „Við teljum að tilboð Nasdaq endurspegli framúrskarandi vöxt og framtíðarhorfur markaðarins.“Carla Furse, forstjóri LSE, þegar hún felldi rúmlega 380 milljarða króna yfirtökutilboð frá stjórn bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq í nóvember.desemberMichael O‘Leary, forstjóra Ryanair, varð lítið ágengt í tilraunum sínum til að kaupa flugfélagið Aer Lingus en einungis eitt prósent hluthafa var fylgjandi yfirtökutilboði á fundi þeirra snemma í mánuðinum. Hann sagðist engu að síður fullviss um að tilboðið hlyti náð fyrir augum hluthafa enda væri það nokkuð yfir útboðsgengi félagsins í október. Hann vildi hins vegar ekkert segja til um hvort tilboðið yrði hækkað til að blíðka hluthafana.Og fleiri fréttir bárust frá fyrirtækjum í háloftunum því lögregla gerði rannsókn á skrifstofum EADS, móðurfélags Airbus, í París í Frakklandi um miðjan jólamánuðinn. Rannsóknin var gerð að tilstuðlan evrópskra samkeppnisyfirvalda til að kanna hvort helstu stjórnendur og hluthafar fyrirtækisins hafi gerst sekir um innherjasvik í hlutabréfaviðskiptum og komið bréfum í verð áður en gengi í EADS féll um mitt ár. Talið var að allt að 800 manns tengdust málinu. Þetta voru ekki einu fréttirnar af fallvöltu gengi EADS því flugfélagið Emirates í Dubai, sem hafði pantað 43 risaþotur, lagði fram kröfu um skaðabætur á hendur flugvélasamstæðunni vegna tafa á afhendingu þotnanna á jóladag.Undir lok mánaðar stefndi um stundarsakir í óefni í Taílandi eftir að taílenski seðlabankinn greindi frá áformum sínum um að setja á gjaldeyrishömlur til að sporna gegn háu gengi bahtsins, gjaldeyris Taílendinga, en hann hefur verið með sterkustu gjaldmiðlum Asíu. Sömu sögu var að segja af Robert Greifeld, forstjóra bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq, sem tilkynnti með formlegum hætti að markaðurinn væri farinn í óvinveitta yfirtöku á LSE. Markaðurinn hefur hins vegar enn sem komið er ekki náð meira en fjórðungshlut í LSE og mun framtíðin ein skera úr um hver niðurstaðan verður.Undir lok árs bættist enn í fréttir af baráttu Bandaríkjamanna og Breta því samgönguyfirvöld vestanhafs ákváðu að veita lággjaldaflugfélaginu Virgin America ekki flugrekstrarleyfi í landinu. Ástæðan var sú, að flugfélagið var að mestum hluta í eigu bresku samstæðunnar Virgin Group og auðkýfingsins Richard Bransons. Reglur um eignarhald á flugfélögum kveða hins vegar á um að erlendir aðilar megi ekki eiga meira en fjórðung í fyrirtækjum sem þessum. Þetta þóttu talsverð vonbrigði fyrir Branson enda hafði undirbúningur fyrir rekstur flugfélagsins, sem átti að hefja rekstur snemma á þessu ári, staðið yfir síðastliðin tvö ár. Óvíst hvort af verður en forsvarsmenn Virgin America munu svara samgönguyfirvöldum vestra á næstu dögum.
Undir smásjánni Mest lesið Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Viðskipti innlent Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Viðskipti innlent Nýir forstöðumenn hjá Motus Viðskipti innlent Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Viðskipti erlent Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Viðskipti erlent „Fullt af íslenskum fyrirtækjum í miklum vandræðum með þetta“ Atvinnulíf Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira