Erlent

44 dæmdir til dauða í Japan árið 2006

MYND/AP

44 voru dæmdir til dauða í Japan á árinu sem er að líða en aldrei hafa svo margir verið dæmdir til dauða á einu ári. 21 dauðadómur var staðfestur og eru því 94 á dauðadeild og hafa aldrei verið svo margir þar áður.

Á meðal þeirra 21 sem dauðadómur var staðfestur yfir var Shoko Asahara, fyrrum leiðtogi sértrúarsafnaðar, sem skipulagði taugagasárásirnar á neðanjarðarlestakerfið í Tokyo árið 1995. Samkvæmt tölfræði frá japönskum yfirvöldum styðja 80% Japana dauðarefsingu en þær eru framkvæmdar með hengingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×