Erlent

Engin lausn sjáanleg í Gas-stríðunum

Það sem Gas-stríðin snúast um, dreifikerfi Hvít-Rússa.
Það sem Gas-stríðin snúast um, dreifikerfi Hvít-Rússa. MYND/AP

Talsmenn rússneska gasrisans Gazprom sögðust í morgun ekki sjá neina lausn í deilu sinni við Hvít-Rússa en Gazprom ákvað einhliða að hækka verðið á gasi um eitthundrað tuttugu og þrjú prósent auk þess að krefjast þess að fá eignarrétt yfir dreifikerfi Hvít-Rússa.

Hvít-Rússar hafa neitað að verða við kröfum Gazprom um að láta dreifikerfi sitt af hendi. Því er allt útlit fyrir að hótanir Rússa um að skrúfa fyrir allt gas til Hvíta-Rússlands þann fyrsta janúar verði að veruleika og ef það gerist hætti Hvít-Rússar dreifingu á gasi frá Gazprom til Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×