Erlent

ETA sprengir á spáni

Baraja flugvöllurinn í Madrid.
Baraja flugvöllurinn í Madrid. MYND/AP

Sprenging varð í morgun á bílastæði við Baraja flugvöllinn í Madrid. Ónafngreindur aðili hafði áður hringt inn og sagt frá sprengjunni svo það náðist að rýma stæðið. Aðeins tveir lögreglumenn sem voru að leita að bifreiðinni með sprengjunni í meiddust.

Stuttu seinna hringdi maður sem sagðist vera meðlimur í ETA, aðskilnaðarhreyfingu Baska, og lýsti ábyrgð á sprengingunni á hendur samtökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×