Innlent

Njörður verðlaunaður af Sænsk-íslenska menningarsjóðnum

Njörður P. Njarðvík
Njörður P. Njarðvík MYND/Stefán

Njörður P. Njarðvík fékk í dag Menningarverðlaun Sænsk-íslenska menningarsjóðsins árið 2006. Ákveðið var að verðlaunin féllu honum í skaut vegna mikils framlags hans til menningarsamskipta Íslands og Svíðþjóðar.

Njörður hefur meðal annars unnið þrekvirki í þýðingum sænskra og Finnlands-sænskra ljóða. Njörður var líka lektor í íslensku við Gautaborgarháskóla frá 1966-71 og gegndi þá jafnframt formennsku í samtökum erlendra lektora í Svíþjóð. Hann er jafnframt stofnandi og formaður SPES, alþjóðlegrar barnahjálpar, sem rekur heimili fyrir munaðarlaus börn í Tógó.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×