Stefnir í óefni 29. desember 2006 12:58 Breska flugfélaginu British Airways hefur ekki verið tilkynnt um hugsanleg vandræði í flugstjórn á íslenska flugstjórnarsvæðinu eftir áramótin. Talsmaður flugfélagsins segir að röskun á áætlunum félagsins yrðu bagalegar fyrir félagið. Flugmálayfirvöld í Bretlandi segja að flugumferð verði beint suður fyrir flugstjórnarsvæði Íslands ef á þarf að halda.Íslenska ríkið hefur að meðaltali tekjur af 150 til 500 flugum sem fara í gegnum íslenska lofthelgi á dag, en um 1.000 vélar fljúga yfir Norður-Atlantshafið daglega. Ef flugumferðarstjórar ráða sig ekki til starfa hjá Flugstoðum þá verður alþjóðlegri flugumferð yfir Norður-Atlantshafið beint í ríkara mæli suður fyrir íslenska svæðið.Að sögn talsmanns British Airways býst félagið við vandræðum, en ekki hefur verið ákveðið til hvaða ráðstafana félagið mun grípa ef ekki leysist úr deilu flugumferðarstjóra við Flugstoðir.Loftur Jóhannsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir að breyting á flugleiðum hafi að öllu jöfnu í för með sér aukin fjárútlát fyrir flugfélög og þau geti jafnvel verið veruleg ef um er að ræða mikla lengingu á flugleiðinni. Flugstjórn í Bretlandi mun beina öllu Norður- Atlantshafsflugi suður fyrir íslenska flugstjórnarsvæðið, um flugstjórnarsvæði Kanadamanna.Loftur segir stöðuna vegna ráðninga flugumferðastjóra til Flugstoða vera óbreytta svo nú lítur út fyrir að stefni í óefni fyrsta janúar, en talið er að lítil röskun verði á millilandaflugi Icelandair til og frá landinu. Fréttir Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Sjá meira
Breska flugfélaginu British Airways hefur ekki verið tilkynnt um hugsanleg vandræði í flugstjórn á íslenska flugstjórnarsvæðinu eftir áramótin. Talsmaður flugfélagsins segir að röskun á áætlunum félagsins yrðu bagalegar fyrir félagið. Flugmálayfirvöld í Bretlandi segja að flugumferð verði beint suður fyrir flugstjórnarsvæði Íslands ef á þarf að halda.Íslenska ríkið hefur að meðaltali tekjur af 150 til 500 flugum sem fara í gegnum íslenska lofthelgi á dag, en um 1.000 vélar fljúga yfir Norður-Atlantshafið daglega. Ef flugumferðarstjórar ráða sig ekki til starfa hjá Flugstoðum þá verður alþjóðlegri flugumferð yfir Norður-Atlantshafið beint í ríkara mæli suður fyrir íslenska svæðið.Að sögn talsmanns British Airways býst félagið við vandræðum, en ekki hefur verið ákveðið til hvaða ráðstafana félagið mun grípa ef ekki leysist úr deilu flugumferðarstjóra við Flugstoðir.Loftur Jóhannsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir að breyting á flugleiðum hafi að öllu jöfnu í för með sér aukin fjárútlát fyrir flugfélög og þau geti jafnvel verið veruleg ef um er að ræða mikla lengingu á flugleiðinni. Flugstjórn í Bretlandi mun beina öllu Norður- Atlantshafsflugi suður fyrir íslenska flugstjórnarsvæðið, um flugstjórnarsvæði Kanadamanna.Loftur segir stöðuna vegna ráðninga flugumferðastjóra til Flugstoða vera óbreytta svo nú lítur út fyrir að stefni í óefni fyrsta janúar, en talið er að lítil röskun verði á millilandaflugi Icelandair til og frá landinu.
Fréttir Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Sjá meira