Persónuleg vandamál hrjá Singh 29. desember 2006 20:15 Vihay Singh hefur mátt muna sinn fífil fegri. MYND/Getty Ekki er langt síðan kylfingurinn Vijay Singh var fyrir ofan Tiger Woods á heimslistanum í golfi eftir að hafa unnið 17 mót á árunum 2003-2005. Á síðustu misserum hefur Singh horfið af sjónarsviðinu, vegna þess sem hann sjálfur kallar "persónuleg vandamál." Singh sigraði aðeins á einu móti á þessu ári og er sem stendur í 7. sæti heimslistans. Í samtali við heimasíðu GolfWeek segir kylfingurinn að ástæðan fyrir slöku gengi sínu séu vandamál í sínu persónulega lífi. "Það hafa verið atvik sem eiga ekkert skylt við golfið sem hafa haft mikil áhrif á minn leik. Í þessari íþrótt verður maður að vera 100% einbeittur að því sem maður er að gera - alltaf. Ég hef einfaldlega ekki getað það vegna þess sem hefur verið að gerast í mínu lífi," segir Singh. "Þegar einbeitingin er ekki algjör þá reynir golfið miklu meira á líkamann. Og þá verða til meiðslin, sem ég hef fengið að kynnast upp á síðkstið. Hnén og mjaðmirnar hafa verið sérstaklega slæmar við mig." Hinn 43 ára gamli Singh segist þó allur vera að koma til. "Mér líður betur og ég er að leysa úr mínum vandamálum utan golfsins. Ég vonast til þess að árið 2007 verði mér gæfuríkt." Golf Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ekki er langt síðan kylfingurinn Vijay Singh var fyrir ofan Tiger Woods á heimslistanum í golfi eftir að hafa unnið 17 mót á árunum 2003-2005. Á síðustu misserum hefur Singh horfið af sjónarsviðinu, vegna þess sem hann sjálfur kallar "persónuleg vandamál." Singh sigraði aðeins á einu móti á þessu ári og er sem stendur í 7. sæti heimslistans. Í samtali við heimasíðu GolfWeek segir kylfingurinn að ástæðan fyrir slöku gengi sínu séu vandamál í sínu persónulega lífi. "Það hafa verið atvik sem eiga ekkert skylt við golfið sem hafa haft mikil áhrif á minn leik. Í þessari íþrótt verður maður að vera 100% einbeittur að því sem maður er að gera - alltaf. Ég hef einfaldlega ekki getað það vegna þess sem hefur verið að gerast í mínu lífi," segir Singh. "Þegar einbeitingin er ekki algjör þá reynir golfið miklu meira á líkamann. Og þá verða til meiðslin, sem ég hef fengið að kynnast upp á síðkstið. Hnén og mjaðmirnar hafa verið sérstaklega slæmar við mig." Hinn 43 ára gamli Singh segist þó allur vera að koma til. "Mér líður betur og ég er að leysa úr mínum vandamálum utan golfsins. Ég vonast til þess að árið 2007 verði mér gæfuríkt."
Golf Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira