Persónuleg vandamál hrjá Singh 29. desember 2006 20:15 Vihay Singh hefur mátt muna sinn fífil fegri. MYND/Getty Ekki er langt síðan kylfingurinn Vijay Singh var fyrir ofan Tiger Woods á heimslistanum í golfi eftir að hafa unnið 17 mót á árunum 2003-2005. Á síðustu misserum hefur Singh horfið af sjónarsviðinu, vegna þess sem hann sjálfur kallar "persónuleg vandamál." Singh sigraði aðeins á einu móti á þessu ári og er sem stendur í 7. sæti heimslistans. Í samtali við heimasíðu GolfWeek segir kylfingurinn að ástæðan fyrir slöku gengi sínu séu vandamál í sínu persónulega lífi. "Það hafa verið atvik sem eiga ekkert skylt við golfið sem hafa haft mikil áhrif á minn leik. Í þessari íþrótt verður maður að vera 100% einbeittur að því sem maður er að gera - alltaf. Ég hef einfaldlega ekki getað það vegna þess sem hefur verið að gerast í mínu lífi," segir Singh. "Þegar einbeitingin er ekki algjör þá reynir golfið miklu meira á líkamann. Og þá verða til meiðslin, sem ég hef fengið að kynnast upp á síðkstið. Hnén og mjaðmirnar hafa verið sérstaklega slæmar við mig." Hinn 43 ára gamli Singh segist þó allur vera að koma til. "Mér líður betur og ég er að leysa úr mínum vandamálum utan golfsins. Ég vonast til þess að árið 2007 verði mér gæfuríkt." Golf Íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ekki er langt síðan kylfingurinn Vijay Singh var fyrir ofan Tiger Woods á heimslistanum í golfi eftir að hafa unnið 17 mót á árunum 2003-2005. Á síðustu misserum hefur Singh horfið af sjónarsviðinu, vegna þess sem hann sjálfur kallar "persónuleg vandamál." Singh sigraði aðeins á einu móti á þessu ári og er sem stendur í 7. sæti heimslistans. Í samtali við heimasíðu GolfWeek segir kylfingurinn að ástæðan fyrir slöku gengi sínu séu vandamál í sínu persónulega lífi. "Það hafa verið atvik sem eiga ekkert skylt við golfið sem hafa haft mikil áhrif á minn leik. Í þessari íþrótt verður maður að vera 100% einbeittur að því sem maður er að gera - alltaf. Ég hef einfaldlega ekki getað það vegna þess sem hefur verið að gerast í mínu lífi," segir Singh. "Þegar einbeitingin er ekki algjör þá reynir golfið miklu meira á líkamann. Og þá verða til meiðslin, sem ég hef fengið að kynnast upp á síðkstið. Hnén og mjaðmirnar hafa verið sérstaklega slæmar við mig." Hinn 43 ára gamli Singh segist þó allur vera að koma til. "Mér líður betur og ég er að leysa úr mínum vandamálum utan golfsins. Ég vonast til þess að árið 2007 verði mér gæfuríkt."
Golf Íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira