Erlent

Lögregla í Rio eykur viðbúnað

Ung stúlka gengur hér framhjá leifum eins bílanna sem brenndir voru í dag.
Ung stúlka gengur hér framhjá leifum eins bílanna sem brenndir voru í dag. MYND/AP

Lögreglan í Rio de Janeiro munt tvíefla viðbúnað vegna áramótafagnaðar í borginni eftir að glæpagengi réðust á strætisvagna og lögreglustöðvar í borginni í dag og myrtu að minnsta kosti 18 manns. Sjö brunnu til dauða og nærri tveir tugir særðust alvarlega í árásinni en lögreglan kenndi eiturlyfjagengjum um hana.

Ofbeldi vegna árása glæpagengja í Brasilíu er algengt og í júlí létust 200 manns í árásum sem gengin höfðu skipulagt þar sem þau voru ósátt við að leiðtogar þeirra væru fluttir í hámarksgæslufangelsi. Lögreglan í borginni er hins vegar álitin ein sú grófasta í heimi og drepur á hverju ári fleiri en 1.000 grunaða afbrotamenn. Á gamlárskvöld verður eitt stærsta nýárspartý í heiminum á Copacabana og Ipanema ströndunum og er búist við því að fleiri en 2 milljónir manna verði á staðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×