Erlent

Tvær milljónir í Mecca

Milljónir múslima fara ár hvert til Mecca til þess að biðja við helgasta stað múslima.
Milljónir múslima fara ár hvert til Mecca til þess að biðja við helgasta stað múslima. MYND/AP

Tvær milljónir múslima streymdu út úr borginni Mecca í dag við upphaf Haj pílagrímsfararinnar undir árvökulum augum lögreglu í Sádi Arabíu sem vonast til þess að koma í veg fyrir hvers konar troðning eða ofbeldi. Ferðin til Mecca er samkvæmt Íslam ein af undirstöðum trúarinnar og hana verða allir sem geta að fara.

Í janúar létust 362 vegna troðnings og var það versta slysið á þessari hátíð undanfarin 16 ár. Hátíðin á sér stað í skugga ofbeldis milli hinna tveggja trúarhópa múslima, súnnía og sjía, sem hafa komið Írak langleiðis í borgarastyrjöld. Pólitísk mótmæli hafa verið algeng undanfarnin ár á hátíðinni þar sem stjórnvöld í Sádi Arabíu eru hliðholl Bandaríkjamönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×