Erlent

Edwards ætlar í forsetaframboð

John Edwards.
John Edwards. MYND/AP

John Edwards, sem var varaforsetaefni John Kerry í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2004, hefur lýst því yfir að hann muni sækjast eftir tilnefningu demókrata sem forsetaefni flokksins fyrir forsetakosningarnar sem munu fara fram árið 2008.

Edwards hefur lýst því yfir að Bandaríkin þurfi að endurheimta stöðu sína sem leiðandi afl í heimsmálum og að byrja skuli á því að fækka hermönnum í Írak.

Edwards tilkynnti um framboð sitt í New Orleans í dag en hann leggur líka áherslu á umhverfismál og að draga úr fátækt í Bandaríkjunum. Edwards viðurkenndi jafnframt að hafa gert mistök þegar hann kaus með stríðinu í Írak en tók þó fram að hann stjórnaði stríðinu ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×