Viðskipti innlent

Lægri lánshæfiseinkunn hækkaði ekki lánskjör

Lækkun matsfyrirtækisins Standard & Poor's á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í erlendri mynt í síðustu viku hefur ekki hafa mikil áhrif á lánskjör á alþjóðamörkuðum enn sem komið er, að sögn greiningardeildar Glitnis.

Deildin rifjar upp í Morgunkorni sínu í dag að fyrir mánuði hafi ríkissjóður gefið út skuldabréf í evrum til að auka gjaldeyrisforða Seðlabankans og til að mynda viðmiðunarvexti í evrum fyrir íslensk skuldabréf.

Krafa bréfsins hefur hækkað frá útgáfudegi úr rúmlega 3,8% í tæplega 4,1%. Glitnir segir hækkunina endurspegla hækkri vexti í evrum en ekki aukið álag á vexti skuldabréfsins umfram viðmiðunarvexti. Það álag hefur haldist lítið breytt og er nú um 0,16 prósentustig.

Greiningardeild Glitnis






Fleiri fréttir

Sjá meira


×