Erlent

Harry prins á leiðinni til Íraks

MYND/Getty Images

Harry bretaprins er sagður vera á leiðinni til Írak með herdeild sinni en hún á að fara til Íraks í hálft ár næsta vor. Kærasta Harrys sagði vinum og fjölskyldu sinni frá þessu og tilkynnti um leið að hún myndi ferðast um heiminn á meðan hún biði hans.

Opinberlega vill varnarmálaráðuneytið sem minnst segja um málið og segir að enn sé ekki búið að ákveða hvort að herdeild Harrys fari til Íraks og þá hvort að hann fari með herdeildinni. Ákvörðunin þykir svo mikilvæg að æðsti yfirmaður breska heraflans, Sir Richard Dannatt, mun taka hana.

Rök á móti því að Harry fari til Íraks eru þau að nærvera hans muni virka eins og segull á alla sjálfsmorðsprengjumenn í mörg hundruð mílna radíus og að nærvera hans muni stofna lífum félaga hans í hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×