Erlent

SÞ sendir lið til Súdan

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur lagt mikla áherslu á að koma málum í Afríku í réttan farveg áður en hann hættir á sunnudaginn kemur.
Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur lagt mikla áherslu á að koma málum í Afríku í réttan farveg áður en hann hættir á sunnudaginn kemur. MYND/AP

Súdan leyfði í dag takmörkuðum fjölda starfsmanna Sameinuðu þjóðanna að koma inn í landið og aðstoða hersveitir Afríkubandalagsins við friðargæslu í landinu. 38 munu fara fyrir áramót og 105 bætast við í hópinn í janúar. Auk þess var ákveðið að Sameinuðu þjóðirnar muni styrkja Afríkubandalagið um 21 milljón dollara, eða um einn og hálfan milljarð íslenskra króna.

Auk þess munu samtökin fá tölvubúnað, samskiptabúnað og vatnsbíla. Gæsluliðið frá SÞ mun vera klætt í herbúnina síns eigins lands, með bláu húfu eða hjálm SÞ og síðan með borða Afríkubandalagsins um handlegginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×