Erlent

Í leit að nýjum plánetum

COROT-gervihnötturinn er búinn afar öflugum sjónaukum.
COROT-gervihnötturinn er búinn afar öflugum sjónaukum. MYND/AP

Franski gervihnötturinn COROT er nú á leið út í geiminn til að leita að reikistjörnum í myrkviðum himinhvolfanna. Hnettinum var skotið á loft frá Baikonur í Kasakstan nú síðdegis með nýrri gerð af Soyuz-eldflaug og er skemmst frá því að segja að geimskotið gekk að óskum. COROT mun sveima um geiminn næsta hálfa annað árið og á þeim tíma mun sjónaukum hans verða beint að 120.000 sólstjörnum í leit að áður óþekktum plánetum. Vísindamenn vonast til að með því verði enn eitt skrefið tekið í átt til þess að finna líf í öðrum sólkerfum en okkar eigin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×