Viðskipti innlent

Minnka hlutinn í Daybreak

Daybreak Holdco Ltd., dótturfyrirtæki 365 hf., hefur gefið út nýtt hlutafé. Vaxtaberandi skuldir 365 hf. lækka við það í um 8,1 milljarð króna.

Í tilkynningu frá félaginu segir að þann 16. nóvember hafi Dagsbrúnt greint frá því að hafnar væru viðræður um sölu á hlutafé í Daybreak móðurfélagi Wyndeham Press Group Ltd. Við skiptingu Dagsbrúnar hf. féll eignarhlutur Dagsbrúnar hf. í Daybreak í hlut 365 hf. Í tengslum við framangreint hefur verið gefið út nýtt hlutafé í Daybreak sem nemur 64% af heildaratkvæðamagni félagsins. Landsbanki Íslands hf. tryggði sölu á hinu nýja hlutafé sem að FL Group og Landsbanki Íslands hf. skráðu sig fyrir.

Eftir viðskiptin þá verður Daybreak hlutdeildarfélag 365 hf. Eins og kom fram í tilkynningu þann 1. desember þá er áætluð skuldastaða félagsins eftir eignasölu og endurskipulagningu um 8.100 milljónir króna.

Haft er eftir Ara Edwald, forstjóra 365 hf., að félagið verði nú minnihlutaeigandi í Daybreak, sem sé í samræmi við stefnu félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×