Viðskipti erlent

Gazprom krefst hærra verðs frá Hvít-Rússum

Forstjóri Gazprom (t.v.) og Vladimir Putin (t.h.) ræðast hér við nýlega.
Forstjóri Gazprom (t.v.) og Vladimir Putin (t.h.) ræðast hér við nýlega. MYND/AP

Rússneski gasrisinn Gazprom hefur komið sér upp varabirgðum af gasi í Þýskalandi til þess að bregðast við hugsanlegum niðurskurði á gasútflutningi til og í gegnum Hvíta-Rússland. Gazprom varaði Hvíta-Rússland við því á mánudaginn að það myndi þurfa að greiða hærra verð fyrir gas frá og með árinu 2007.

Gazprom fór einnig fram á að fá stjórn á gasleiðslum Hvít-Rússa en þær flytja megnið af rússnesku gasi sem selt er til Evrópu. Gazprom hefur á undanförnum vikum og mánuðum hert tök sín á gasmarkaðnum í Austur-Evrópu og krafist hærra verðs frá nær öllum sínum viðskiptavinum en stjórnmálaskýrendur hafa bent á að hugsanlega sé Vladimir Putin, Rússlandsforseti, að nota gasfyrirtækið, sem er í ríkiseigu, til þess að auka áhrif sín í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×