Erlent

Umskurður lækkar líkur á HIV-smiti

MYND/Vísir

Ný rannsókn hefur sýnt fram á að ef karlmenn eru umskornir eru um 60% minni líkur á því að þeir fái HIV. Rannsóknin benti einnig á að ef þessi aðferð yrði notuð í Afríku gætu hundruð milljarðara sparast sem væri þá hægt að nota til meðferðar fyrir þá sem þegar eru veikir.

Í ljós kom að ef 1.000 karlmenn yrðu umskornir myndi það verða til þess að 300 færri myndu smitast af sjúkdómnum á næstu tuttugu árum.

Leiðtogar og hjálparsamtök í Afríku hafa þó tekið þessum fréttum varlega því þau segja að þær geti virkað öfugt og í raun sagt fólki að það sé í lagi að nota ekki smokka og eiga marga bólfélaga.

Forseti Úganda gagnrýndi rannsóknina til dæmis harkalega í vikunni sem leið. Skýrsluhöfundar benda þá á að ef horft er í kostað við að hefta útbreiðslu alnæmis þá sé þetta gríðarlega hentug leið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×