Leiðtogar í friðarhug um jólin 24. desember 2006 12:31 Jákvæður andi ríkti á fundi Ehuds Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í gærkvöld en þar ákváðu þeir að taka upp friðarviðræður á nýjan leik. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem leiðtogarnir ræðast við á formlegum nótum. Fundur þeirra Olmerts og Abbas fór fram í Jerúsalem og stóð hann yfir í um tvær klukkustundir. Engar formlegar viðræður hafa farið fram á milli leiðtoganna í tvö ár og sex ár eru síðan friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna fóru út um þúfur. Því sætir fundurinn í gærkvöld talsverðum tíðindum, svo og sá jákvæði andi sem á honum ríkti. Olmert og Abbas ákváðu að hefja undirbúning að nýrri viðræðnalotu en jafnframt hafði Olmert önnur jákvæð tíðindi fram að færa. Olmert ákvað nefnilega að skila um 100 milljónum dollara til heimastjórnar Abbas en peningarnir eru á reikningum sem höfðu verið frystir af Ísrael. "(Israeli) Prime Minister (Ehud) Olmert agreed to defreeze 100 (m) million (US) dollars to the (Palestinian) President (Mahmoud Abbas) for the humanitarian cases and I'm sure that this 100 (m) million (US) dollars, which is Palestinian money by the way, will be spent in accordance with the appropriate channels and with the right coordination of all those concerned." Ísraelar sögðust standa í þeirri trú að skrifstofa Abbas myndi fá peningana afhenta. Talsmaður Olmerts sagðist hins vegar í samtali við fréttamenn vilja fara aðra leið. "Peningarnir verða millifærðir beint til þeirra sem á þeim þurfa að halda og verður það gert um leið og örugg leið til þess að gera það finnst" Ákvörðun Ísraela er afar þýðingarmikil því fjársvelti palestínsku heimastjórnarinnar hefur meðal annars þýtt að opinberir starfsmenn hafa meira og minna verið tekjulausir frá því að Hamas-stjórnin komst til valda í ársbyrjun. Þá komust leiðtogarnir að samkomulagi um að nokkrum af eftirlitsstöðvum Ísraela á Vesturbakkanum verði lokað. Engin niðurstaða fékkst hins vegar í eitt helsta hitamálið, lausn palestínskra fanga úr ísraelskum fangelsum, að öðru leyti en því að viðræðum um það verði haldið áfram. Erlent Fréttir Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Jákvæður andi ríkti á fundi Ehuds Olmert, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, í gærkvöld en þar ákváðu þeir að taka upp friðarviðræður á nýjan leik. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem leiðtogarnir ræðast við á formlegum nótum. Fundur þeirra Olmerts og Abbas fór fram í Jerúsalem og stóð hann yfir í um tvær klukkustundir. Engar formlegar viðræður hafa farið fram á milli leiðtoganna í tvö ár og sex ár eru síðan friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna fóru út um þúfur. Því sætir fundurinn í gærkvöld talsverðum tíðindum, svo og sá jákvæði andi sem á honum ríkti. Olmert og Abbas ákváðu að hefja undirbúning að nýrri viðræðnalotu en jafnframt hafði Olmert önnur jákvæð tíðindi fram að færa. Olmert ákvað nefnilega að skila um 100 milljónum dollara til heimastjórnar Abbas en peningarnir eru á reikningum sem höfðu verið frystir af Ísrael. "(Israeli) Prime Minister (Ehud) Olmert agreed to defreeze 100 (m) million (US) dollars to the (Palestinian) President (Mahmoud Abbas) for the humanitarian cases and I'm sure that this 100 (m) million (US) dollars, which is Palestinian money by the way, will be spent in accordance with the appropriate channels and with the right coordination of all those concerned." Ísraelar sögðust standa í þeirri trú að skrifstofa Abbas myndi fá peningana afhenta. Talsmaður Olmerts sagðist hins vegar í samtali við fréttamenn vilja fara aðra leið. "Peningarnir verða millifærðir beint til þeirra sem á þeim þurfa að halda og verður það gert um leið og örugg leið til þess að gera það finnst" Ákvörðun Ísraela er afar þýðingarmikil því fjársvelti palestínsku heimastjórnarinnar hefur meðal annars þýtt að opinberir starfsmenn hafa meira og minna verið tekjulausir frá því að Hamas-stjórnin komst til valda í ársbyrjun. Þá komust leiðtogarnir að samkomulagi um að nokkrum af eftirlitsstöðvum Ísraela á Vesturbakkanum verði lokað. Engin niðurstaða fékkst hins vegar í eitt helsta hitamálið, lausn palestínskra fanga úr ísraelskum fangelsum, að öðru leyti en því að viðræðum um það verði haldið áfram.
Erlent Fréttir Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira