Erlent

„Má ég fá meiri leðurblöku?“

Þessi bragðast víst vel ef hún er elduð í kókósmjólk.
Þessi bragðast víst vel ef hún er elduð í kókósmjólk. MYND/Erlingur

Hundar, leðurblökur, skyndibitar frá Kentucky Fried Chicken og fiskur. Ekki beint hefðbundinn jólamatur en hann verður engu að síður á borðum margra við Kyrrahafsstrendur Asíu um þessi jól.

Víða við Kyrrahafsstrendur Asíu er kristin trú ekki stór og er litið á jólahátíðina sem vestræna innflutta hátíð en það kemur ekki í veg fyrir að þessar kræsingar verði á boðstólum.

Í Indónesíu, sem er fjölmennasta múslimaríki í heimi og hefur að auki fjölda kristinna, er vinsælt að bjóða upp á svínakjöt legið í blóði og hundakjöt. Kristnir menn þar á bæ fagna jólunum en gefa þó ekki gjafir. Jólin segja þeir vera tíma þar sem fjölskyldan hittist, gerir vel við sig í mat og drykk og talar saman.

Á eyjunni Sulawesi bjóða sumir kristnir íbúar hennar upp á rottur maríneraðar í chilí og hvítlauk sem og lostætið leðurblökur en þær eru eldaðar í kókosmjólk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×