Fótbolti

Woodgate er óákveðinn með framtíðina

Jonathan Woodgate sést hér í baráttu við Didier Zokora, leikmann Tottenham.
Jonathan Woodgate sést hér í baráttu við Didier Zokora, leikmann Tottenham. MYND/Getty

Jonathan Woodgate, varnarmaður hjá Middlesbrough, segist enn eiga eftir að sanna sig hjá Real Madrid og þess vegna vilji hann ekki útiloka þann möguleika að snúa aftur til spænska liðsins fyrir næsta tímabil. Woodgate verður í láni Middlesbrough út tímabilið og vilja forráðamenn enska félagsins ólmir festa kaup á varnarmanninum eftir þann tíma.

“Ég er ennþá leikmaður Real Madrid en þegar maður elskar félag jafn mikið og ég elska Middlesbrough, þá flækjast málin. Ég er mjög ánægður hjá Boro og þegar ég er fjarverandi bænum sakna ég hans mikið. En ég sakna líka Madrid,” sagði Woodgate við Daily Mail í morgun og viðurkenndi að hann ætti ennþá eftir að sanna sig hjá spænska stórveldinu.

“Mig dreymir um að spila reglulega í Meistaradeildinni og mér stendur sá möguleiki til boða hjá Real. Það gerist líklega ekki hjá Boro. Hins vegar nýt ég þess að spila fyrir liðið – hverrar einustu mínútu,” sagði Woodgate. “Ég veit ekki hvað ég geri eftir tímabilið. Ég ætla að byrja á að ljúka því – og það mun ég gera með Middlesbrough.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×