Erlent

Atkvæðagreiðslu frestað til laugardags

Vladimir Pútin, Rússlandsforseti, vill hugsa málið aðeins betur.
Vladimir Pútin, Rússlandsforseti, vill hugsa málið aðeins betur. MYND/AP

Sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum sagði í kvöld að líklegt væri að atkvæðagreiðslu í öryggisráðinu vegna ályktunar um refsiaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar Írans yrði frestað til laugardags.

Rússar hafa krafist breytinga á ályktuninni sem að Evrópusambandslöndin höfðu dregið upp. Bandaríkjamenn hafa einnig gefið til kynna að þeir séu reiðubúnir til þess að gefa eitthvað eftir en starfsmenn Sameinuðu þjóðanna segja að trúverðugleiki þeirra sé að veði í málinu og að samþykkja verði einhverja tillögu hið fyrsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×