Erlent

Enginn árangur í viðræðum við Norður-Kóreu

MYND/AP

Samningamenn í sexveldaumræðunum svokölluðu sögðu í dag að enn hefði enginn árangur náðst í að reyna að telja Norður-Kóreumenn af kjarnorkuáætlunum sínum.

Bandarískir samningamenn segja að Norður-Kórea vilji ekki gefa neitt eftir fyrr en Bandaríkin losi um efnahagsaðgerðir gagnvart þeim en Bandaríkjamenn segja þegar aðrar viðræður í gagni varðandi það mál. Útlitið fyrir síðasta dag viðræðna, á morgun, er því ekki gott.

Bandaríkjamenn segjast ætla að reyna að koma á því samkomulagi sem sæst var á í viðræðum sama hóps í september árið 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×