Viðskipti innlent

Moody's staðfestir lánshæfismat bankanna

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody´s Investors Service staðfestir lánshæfiseinkunnir viðskiptabankanna þriggja í nýrri skýrslu þar sem fjallað er um bankakerfið á Íslandi. Matsfyrirtækið segir lánshæfishorfur bankanna stöðugar en hvað varðar einkunn fyrir fjárhagslegan styrkleika þá eru horfur neikvæðar fyrir Glitni og Landsbankann.

Greiningardeild Glitnis sesgir að í skýrslunni sé sömuleiðis komið inn á hlutverk, stöðu og horfur í rekstri Íbúðalánasjóðs.

Greiningardeildin segir í Morgunkorni sínu í dag, að í umfjöllun Moody´s, sem lækkaði lánshæfiseiknunn Kaupþings í september, komi í raun fátt nýtt fram. Þó sé komið inn á að rekstur bankanna sé arðsamur sé horft fram hjá gengishagnaði af hlutabréfum og öðrum óreglulegum liðum. Þá eru bankarnir sagðir vel fjármagnaðir og lausafjárstaða þeirra trygg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×