Uppsögn á Landspítala ekki ólögmæt 14. desember 2006 16:46 MYND/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Landspítalann af kröfu Salmanns Tamimi, formanns Félags múslíma á Íslandi, um að ákvörðun Landspítalans að segja honum upp störfum í lok septemer í ár verði felld úr gildi. Salmann var í hópi fimm manna sem sagt var upp á upplýsingatæknisviði spítalans þegar skipulagsbreytingar voru gerðar í haust. Fyrir dómi hélt Salmann því fram að honum hefði verið sagt upp vegna trúarbragða sinna og kynþáttar, en hann væri eini starfsmaðurinn af arabískum uppruna og eini músliminn sem starfi hjá upplýsingatæknisviði. Þá hafi hann verið eini tölvumenntaði starfsmaður sviðsins sem sagt hafi verið upp störfum í nafni skipulagsbreytingannna. Taldi hann að meðalhófsreglu, rannsóknarreglu, réttmætisreglu og jafnræðisreglu hefði ekki verið gætt við uppsögnina. Benti Salmannn enn fremur á fyrir dómi að hann hefði hvað lengstan starfsaldur allra starfsmanna upplýsingatæknisviðs og verulega mikið lengri en fjölmargir starfsmenn sem ekki hefi verið sagt upp störfum. Landspítalinn hélt því hins vegar fram að lögmætt hefði verið að leggja niður starf Salmanns og segja honum upp vegna skipulagsbreytinganna en þær fólu meðal annars í sér að þrjár hugbúnaðardeildir voru sameinaðar í eina og ákveðið var að úthýsa sérfræðiverkefnum. Verkefni Salmanns hafi með þessu dregist saman. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekkert bendi til að trúarbrögð eða uppruni stefnanda hafi haft áhrif á mat stjórnenda Landspítalans þegar þeir ákváðu að segja Salmann upp. Hins vegar hafi því verið lýst að verkefni hans hafi dregist saman og hverjar ástæðurnar voru fyrir því. Var því ekki fallist á að jafnræðisregla hefði verið brotin við uppsögnina og á endanum ekki fallist á að uppsögn Salmanns hefði verið ólögmæt og að hana bæri að fella úr gildi af þeim sökum. Var því Landsspítalinn sýknaður af kröfu Salmanns. Dómsmál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Landspítalann af kröfu Salmanns Tamimi, formanns Félags múslíma á Íslandi, um að ákvörðun Landspítalans að segja honum upp störfum í lok septemer í ár verði felld úr gildi. Salmann var í hópi fimm manna sem sagt var upp á upplýsingatæknisviði spítalans þegar skipulagsbreytingar voru gerðar í haust. Fyrir dómi hélt Salmann því fram að honum hefði verið sagt upp vegna trúarbragða sinna og kynþáttar, en hann væri eini starfsmaðurinn af arabískum uppruna og eini músliminn sem starfi hjá upplýsingatæknisviði. Þá hafi hann verið eini tölvumenntaði starfsmaður sviðsins sem sagt hafi verið upp störfum í nafni skipulagsbreytingannna. Taldi hann að meðalhófsreglu, rannsóknarreglu, réttmætisreglu og jafnræðisreglu hefði ekki verið gætt við uppsögnina. Benti Salmannn enn fremur á fyrir dómi að hann hefði hvað lengstan starfsaldur allra starfsmanna upplýsingatæknisviðs og verulega mikið lengri en fjölmargir starfsmenn sem ekki hefi verið sagt upp störfum. Landspítalinn hélt því hins vegar fram að lögmætt hefði verið að leggja niður starf Salmanns og segja honum upp vegna skipulagsbreytinganna en þær fólu meðal annars í sér að þrjár hugbúnaðardeildir voru sameinaðar í eina og ákveðið var að úthýsa sérfræðiverkefnum. Verkefni Salmanns hafi með þessu dregist saman. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að ekkert bendi til að trúarbrögð eða uppruni stefnanda hafi haft áhrif á mat stjórnenda Landspítalans þegar þeir ákváðu að segja Salmann upp. Hins vegar hafi því verið lýst að verkefni hans hafi dregist saman og hverjar ástæðurnar voru fyrir því. Var því ekki fallist á að jafnræðisregla hefði verið brotin við uppsögnina og á endanum ekki fallist á að uppsögn Salmanns hefði verið ólögmæt og að hana bæri að fella úr gildi af þeim sökum. Var því Landsspítalinn sýknaður af kröfu Salmanns.
Dómsmál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira