Viðskipti erlent

OMX gerir tilboð í kauphöllina í Slóveníu

Kauphöll Íslands, sem er hluti af OMX-kauphallarsamstæðunni.
Kauphöll Íslands, sem er hluti af OMX-kauphallarsamstæðunni.

Norræna kauphallarsamstæðan OMX hefur gert kauptilboð í öll bréf Kauphallarinnar í Ljubljana í Slóveníu. Tilboðið hljóðar upp á 4,2 milljónir evra eða rúmar 386 milljónir íslenskra króna.

Í tilkynningu frá Kauphöll Íslands, sem er hluti af OMX-samstæðunni, er haft eftir Hans-Ole Jochumsen, forseti upplýsingaveitna og nýmarkaða hjá OMX, að gott tækifæri felist í viðskiptunum, sem muni gera fyrirtæki sem skráð séu í kauphöllina sýnilegri. Þá muni samruni við OMX styrkja fjármálamarkaðinn í Slóveníu, að hans mati.

Tilboðið hefur verið lagt fyrir stjórn slóvensku kauphallarinnar sem og fyrir hluthafa en kaupin eru háð samþykki fjármálayfirvalda í Slóveníu.

Tilboðið mun gilda til 22. janúar á næsta ári, að því er segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×