Viðskipti innlent

FL Group fær allt að 37 milljarða

FL Group hefur skrifað undir þriggja ára samning við breska bankann Barclays Capital um allt að 400 milljóna evra fjármögnun. Þetta jafngildir til tæplega 37 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag. FL Group fengið aðgang að ríflega 1 milljarði evra eða um 92 milljörðum íslenskra króna það sem af er árs fyrir tilstilli virtra alþjóðlegra bankastofnana.

Í tilkynningu frá félaginu segir að samningurinn við Barclays geri FL Group kleift að fjármagna kaup á hlutabréfum í skráðum félögum í Evrópu og á Íslandi.

Haft er eftir Hannesi Smárasyni, forstjóra FL Group, að allir fjármögnunarsamningar FL Group á árinu sýni glögglega að félagið hafi áunnið sér traust alþjóðlegra bankastofnana og styrki stöðu félagsins.

Tilkynning FL Group






Fleiri fréttir

Sjá meira


×