Innlent

Afhentu ráðherrum Piparköku-Ísland

Samtökin Framtíðaralandið stóð fyrir táknrænum gjörningi í morgun þegar þau afhentu bæði umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra piparköku í líki Íslands. Piparkökurnar verða til sölu nú fyrir jólin en með þeim vilja samtökin benda á að Ísland sé land stórkostlegra möguleika.

Líkt og piparkakan sé Ísland brothætt sem meðhöndla þurfi með varúð en það sé undir hverjum og einum komið hvað verði um piparköku-Íslandið. Framtíðarlandið leggur til að fólk skreyti piparkökun með jöklum og jökulám og leyfi börnunum sínum að njóta þess en benda jafnframt á að ekki sé bæði hægt að eiga kökuna og éta hana.

Piparkökurnar, sem búnar til úr lífrænu hráefni, verða seldar á fimm hundruð krónur á skrifstofu Framtíðarlandsins, í Grímsbæ og í völdum verslunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×