Viðskipti innlent

Verðbólgumarkmið næst á nýju ári

Greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að verðbólga lækki hratt á næsta ári og að verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð á seinni hluta næsta árs.

Í Hálffimmfréttum greiningardeildarinnar í dag segir að helstu áhættuþættir séu þeir að ekki dragi nægilega hratt úr spennu á vinnumarkaði, að slaki á fjármálastefnu ríkisins auki á verðbólguþrýsting á næstu misserum og að gengi krónunnar gefi eftir. Hafa beri í huga að þessir þættir hníga allir í sömu átt, að sögn deildarinnar.

Verðbólguspá Kaupþings






Fleiri fréttir

Sjá meira


×