Viðskipti erlent

Vöxtur í Japan undir væntingum

Landsframleiðsla er mun minni í Japan á þriðja ársfjórðungi en vonir stóðu til. Greiningaraðilar, sem hafa þrýst á að japanski seðlabankinn hækki stýrivexti í annað sinn á árinu, segja nú litlar líkur á hækkun þar sem það geti komið niður á efnahagslífinu.

Að sögn breska ríkisútvarpsins jókst landsframleiðsla í Japan um 0,8 prósent á þriðja fjórðungi ársins, sem er 1,2 prósentum minna en spár gerðu ráð fyrir.  

Greiningaraðilar bjuggust almennt við að japanski seðlabankinn myndi hækka stýrivexti í þessum mánuði en segja, að daprar upplýsingar um stöðu efnahagsmála, benda til að svo verði ekki.

Seðlabankinn hækkaði stýrivexti sína um 25 punkta í júlí eftir fimm ára núllvaxtastefnu og standa stýrivextir í Japan í 0,25 prósentum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×