Viðskipti erlent

Líkur á óbreyttum stýrivöxtum í Bretlandi

Reiknað er með að Englandsbanki muni ákveða að halda stýrivöxtum í Bretlandi óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi bankans.

Stýrivextir hafa hækkað í tvígang á síðastliðnum fjórum mánuðum, síðast í nóvember og eru stýrivextir nú 5 prósent í Bretlandi og hafa aldrei verið hærri.

Í nýrri skýrslu Englandsbanka um efnahagsmál landsins segir hins vegar að ekki sé þörf á frekari stýrivaxtahækkunum.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir bankamönnum að þeir vilji sjá hvort fyrri stýrivaxtahækkanir hafi haft tilætluð áhrif til að koma í veg fyrir að verðbólga fari úr böndunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×