Fótbolti

Góður sigur United á Benfica

Nemanja Vidic skoraði laglegt mark með skalla í fyrri hálfleik
Nemanja Vidic skoraði laglegt mark með skalla í fyrri hálfleik NordicPhotos/GettyImages

Manchester United tryggði sér efsta sætið í F-riðli Meistaradeildarinnar og sæti í 16-liða úrslitum með 3-1 sigri á Benfica á Old Trafford í kvöld. Nélson kom Benfica óvænt yfir í leiknum en Nemanja Vidic jafnaði í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þeir Ryan Giggs og Louis Saha bættu svo við tveimur mörkum í þeim síðari og tryggðu enska liðinu sigurinn. Nú er ljóst hvaða lið fara í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Ronaldo tryggði Real Madrid 2-2 jafntefli gegn Dynamo Kiev með tveimur mörkum á tveimur mínútum í blálokin á viðureign liðanna í E-riðli og þá skildu Lyon og Steua jöfn 1-1.

FC Kaupmannahöfn vann 3-1 sigur á Celtic í F-riðli.

Porto og Arsenal skildu jöfn 0-0 í Portúgal og Hamburg lagði CSKA Moskvu 3-2 í hörkuleik í G-riðli.

Anderlecht og AEK skildu jöfn 2-2 í  H-riðli og Milan tapaði 2-0 heima fyrir franska liðinu Lille.

Það er því ljóst hvaða lið fara í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar og hvaða 8 lið fara í 32-liða úrslit Evrópukeppni félagsliða - UEFA keppnina.

Eftirtalin lið eru komin í 16-liða úrslitin í Meistaradeildinni:



Chelsea, Barcelona, Bayern, Inter, Liverpool, PSV, Valencia, Roma, Lyon, Real Madrid, Manchester United, Celtic, Arsenal, Porto, Milan og Lille..

Eftirtalin lið fara inn í 32-liða úrslit UEFA keppninnar:

Werder Bremen, Sporting, Bordeaux, Shaktar, Steua, Benfica, CSKA Moskva og AEK Aþena. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×